Ekkert spes
30.10.2008 | 09:24
Sá þennan leik Liverpool í gær, og ég var ekkert ofboðslega sannfærður.
Til að byrja með, þá er maður orðinn hálfruglaður varðandi Dirk Kuyt. Ég var hrifinn af honum áður en hann byrjaði að spila með liðinu, þegar fréttir bárust að því að hollenskur markaskorari, Dirk einmitt Kuyt að nafni hefði samið við Liverpool. Svo gerðist það mjög fljótlega að hrifningin varð að vonbrigðum, vegna þess hversu lélegur hann var, því hann var jú auðvitað keyptur fyrst og fremst til þess að skora mörk. Það er hægt að líkja þessu saman með Íraks-stríðinu, stríðið var réttlætt með gereyðingavopnaeign Saddams og var hugur í mörgum þess vegna að nú ætti aldeilis að sýna honum hvar David keypti ölið. Þannig horfi ég svipuðum augum á þessi Kuyt-kaup. Hann sumsagt var keyptur til þess að skora mörk en hefur lítið skorað, en af því að hann hleypur svo mikið, þá er það bara allt í lagi.
Svo eru líka leikmenn þarna á borð við Aurelio, Lucas (gef honum þó sjens) og Jamie nokkur Carragher. Nú nenni ég ekki að skrifa eitthvað um Aurelio og Lucas en staldra aðeins við og rökstyð gagnrýni mína á Carra.
Hann er auðvitað Liverpool-maður og það eitt virðist fría menn allri ábyrgð. Það er að sjálfsögðu jákvætt að hann skuli vera poolari en er það nóg ? Nei, hann er alltof mistækur og sýndi það sig t.d. í leiknum gegn Atletico Madrid um daginn, í jöfnunarmarki þeirra. Það er fyrst hægt að nefna arfaslaka knattspyrnutækni hjá honum og er t.a.m. Sami Hyypia miklu miklu miklu betri á boltann en Carra. Hann skilar boltanum stundum vel frá sér, en það gerir Hyypia mjög vel í 95% tilfella.
Það sem hægt er að segja um Carragher, svona jákvætt gæti verið þetta: Poolari - ósérhlífinn - leiðtogi - tæklari.
Svo kemur hár bolti fram völlinn og í átt að vítateig Liverpool þar sem Carragher horfir bara á boltann og spáir ekkert í því hvort hann hugsanlega geti skallað boltann til samherja, heldur er hann skallaður útaf og fyrir það fær hann klapp. Að öllum líkindum vegna þess að gott sé að koma boltanum úr leik og stilla upp. Svo sér maður Hyypia taka svipaða bolta annaðhvort á kassann og spilar honum til samherja, eða þá að hann skallar hann til samherja.
Það sem ég er í rauninni að meina, er að mér finnst mjög margir poolarar gleyma því að Jamie Carragher er bara sæmilegur enskur miðvörður, sem t.d. aldrei hefur átt kost á miðvarðastöðu í enska landsliðinu (sem hefur þó þessi síðari ár a.m.k. verið frekar lélegt). Mér finnst hann ekkert lélegur, en af þessum 4 eiginlegu miðvörðum sem Liverpool hefur úr að spila, þ.e. Hyypia - Carragher - Skrtel og Agger finnst mér Hyypia og Agger báðir betri fótboltamenn en Carragher, og er Skrtel endalaust að vaxa í liði Liverpool.
![]() |
Benítez: Höldum okkur á jörðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Carragher hefur spilað 34 landsleiki og var yfirleitt í hópnum hjá Sven Göran. Hann hins vegar hætti að gefa kost á sér í landsliðið fyrir 2 árum.
Páll Geir Bjarnason, 30.10.2008 kl. 13:28
Nei vinur, svona efasemdir eru eitthvað sem ég get ekkert annað en skrifað um!
Byrjum á gagnrýni þinni á Kuyt, jú það má vel vera að hann hafi verið keyptur til Liverpool til þess að skora mörk en maðurinn hefur
bara ekki verið í því hlutverki núna í háa herrans tíð, með undantekningunni sem gærdagurinn er.
Rafa hefur notað hann í stöðu hægri kantmanns, og efast ég um að maður í þeirri stöðu skili jafn mikilli vinnu og Kuyt gerir, prófaðu
að lesa eitthver viðtöl við Fernando Torres og sjáðu hvað hann segir um Kuyt, þar kemur skýrt og greinilega fram að liðsmennirnir telji
Kuyt nauðsynlegann leikmann vegna þess að með vinnu sinni og hlaupum þá býr hann til göt og svæði í vörn andstæðinganna, sem að svo
tæknískari og fljótari leikmenn (eins og Torres) nýta sér. Einnig er Rafa á sama máli, og hann ætti nú að vita eitthvað um knattspyrnu?
Leikmenn á borð við Aurelio, sem er okkar besta val í vinstri bak meðan að Dossena er ekki alveg búinn að smella og Insúa er ennþá
varaliðsefni (tímabundið vona ég þó), Lucas Leiva sem er ekki fyrsta val í sína stöðu sem varnartengilið, þó svo að hann sé bara 21 ára
þá á hann bjarta framtíð fyrir sér ef hann heldur áfram að þroskast sem leikmaður.
Og þetta GUÐLAST á Jamie Carragher, annað eins hef ég aldrei heyrt.
Mistæki er eitthvað sem allir knattspyrnumenn lenda í, það er ekki hægt að vera fullkominn alltaf og ef þú ákveður að einblína á að
finna þessi mistök þá mun það eflaust heppnast.
Carra er leikmaður sem spilar með hjartanu, baráttuandinn er ódauðlegur og það er ekkert sem hann vill meira en að sjá Liverpool raða
inn silvurbúnaði, og hann reynir allt sitt besta til að áorka því með frábærri varnarvinnu í nær hvert einasta skipti sem hann spilar
fótbolta. Ég þarf nú ekki að fara aftur lengra en í Chelsea - Liverpool um daginn, þegar Carragher deildi heiðrinum að vera maður
leiksins með Xabi Alonso. En besti leikur hans er án efa Istanbul 2005, maðurinn fær gífurlega sársaukafulla krampa í framlengingunni,
fær meðferð og stendur upp og það FYRSTA sem hann gerir er að fljúga inn í tæklingu!
Vinur minn, ÖLL lið væru heppin að hafa varnarmanninn og liðsmanninn sem Jamie Carragher er í sínum fórum.
Sami Hyypia er góður varnarmaður, en hann er 4ða val í miðvörð hjá okkur, og það var ekki af ástæðulausu að hann fékk bara
ársframlengingu á samninginn sinn. Það er jú, hann er orðinn 35 ára sem er nokkuð mikill aldur í fótbolta.
Og það sést líka á spilamennsku hans, hann hefur verið að fá spjöld þegar menn gjörsamlega tæta fram úr honum þegar hann hefur komið
sér úr stöðu og hann sér engann annann kost en að fella þá.
En eitt get ég sagt um Hyypia og það er að hann kann fótbolta, staðsetningin og tæklingarnar sem hann býr yfir eru mjög góðar, en upp á
vantar hraðann. Vonandi mun maður sjá hann í þjálfarateyminu hjá Liverpool, en hann hefur verið frábær þjónn í þessi tæpu 10 ár sem
hann hefur verið hjá Liverpool.
Framtíðarmiðverðir Liverpool FC. verða að öllum líkindum Agger og Skrtel, en þeir eru báðir ungir og búa yfir gríðarlegum hæfileikum
sem varnarmenn, en á meðan Carra er ennþá að spila sinn besta fótbolta þá bolar enginn honum út.
Einnig vill ég benda þér á að mér finnst það skammarlegt að geta verið með yfirlýsingar um að hafa takmarkaða trú á Rafa Benítez, þar
sem að stuðningsmenn eiga að styðja liðið, leikmenn og þjálfara í blíðu og stríðu. Hvernig væri það fyrir þig að vinna vinnuna þína
þegar einhver er alltaf að segja þér að það sé betra að gera svona og betra að gera hinseginn?
Rafael Benítez er heimsklassa þjálfara, og það hefur sýnt sig í því að hann hefur unnið allar dollurnar á Englandi nema Úrvalsdeildina,
og einnig Meistaradeild Evrópu. Kannski er komið að Úrvalsdeildinni í ár? Maður spyr sig.
Halli (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 14:51
Mér finnst nú frekar súrt að standa í ritdeilum við aðra poolara um Liverpool en fyrst manni er svarað svona vel, þá reynir maður ennfrekar að rökstyðja mál sitt.
Varðandi fyrri ummælin. Carragher spilaði fyrir enska landsliðið, en eins og ég kom orðum að, þá hefur hann ekki átt kost á miðvarðarstöðu í enska landsliðinu, heldur var hann notaður í hægri og vinstri bakverðinum, fékk að spila nokkra leiki svoleiðis, til skiptis við Wayne Bridge og Luke Young t.d.
Til að svara löngu svari Halla.
Það kæmi mér, þér og eflaust flestum poolurum á óvart ef að liðsmenn Kuyt færu að gagnrýna hann eitthvað sérstaklega. Ég er t.d. viss um að Gerrard hefur á einhverjum tímapunkti hrósað Josemi í hástert, þegar sá ágæti leikmaður spilaði í rauðu treyjunni. Dirk Kuyt var keyptur sem markaskorari í liðið, hann hefur ekki staðið undir því, og hefur réttilega verið notaður sem útherji/miðjumaður og hefur staðið sig ágætlega þar stundum. En sem betur fer er ég ekki með töluna á dauðafærunum sem hann hefur klúðrað og þó hann hlaupi mikið og sé duglegur og hvað þetta heitir allt saman, vinnusamur þá er ljóst að hans vera á Anfield eru heilt yfir búin að vera vonbrigði.
Sammála þér varðandi Insúa, frábær efniviður þar á ferð og vonandi verður hann kominn inn í liðið á yfirstandandi tímabili.
Þá kemur að því viðkvæmasta, umræðum um Jamie Carragher. Öllum er frjálst að hafa sínar skoðanir, líka á Jamie Carragher. Það sem ég er að segja með orðum mínum um Carra, er einfaldlega að mér finnst hann oggulítið ofmetinn. Hann hefur hugarfarið, baráttuna, hjartað og allt það á réttum stað en mér finnst eins og þegar hann gerir mistök þá loka allir poolara augunum og þykjast næstum því ekki hafa tekið eftir því.
Varðandi Benitez þá vil ég segja þetta. Hann hefur unnið F.A.-cup og deildarbikarinn, þ.e. sömu titla og Gerard Houllier afrekaði með liðið. Ef, og aftur ef Jerzy Dudek hefði ekki varið spyrnu Andriy Shevchenko í úrslitunum í Istanbul veit ég hreinlega ekki hvar Rafael Benitez væri staddur í dag. Ég vona það innilega að sjálfsögðu, að Liverpool standi uppi sem sigurvegari í ensku deildinni í vor og mæti svo í úrslit meist.deildarinnar og klári það verkefni en raunsæið segir mér því miður annað. Rafael Benitez höndlar ekki þá pressu í allan vetur að hanga með liðið í toppsætinu, vegna þess að önnur lið (lesist Chelsea og Manchester United) eru einfaldlega betur mönnuð en Liverpool.
Ævar, 30.10.2008 kl. 20:10
Halli minn ...
Ég get ekki annað en verið sammála þér í öllu.
Þetta er bara guðlast að vera að hrauna svona yfir Carra. Hann er langbezti Varnarmaðurinn í Enska boltanum og hefur verið það sl. ár
Þetta er bara skrítið að hann hafi einungis verið 3 eða 4 val hjá stjórum Englands. En það útskýrir måske árangur enska landsliðsins.
Ég man ekki betur en að hann (man ekki hvað heitir akkúrat núna(og er stjóri núna)) vildi fá Carra í hópinn, en Carra hafði bara öngvann áhuga á því lengur sökum hve neðanlega hann var í goggunarröðinni(sem er hreinlega heimkulegt).
Og hana nú.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.