LFC aldrei englandsmeistari undir stjórn Benitez

Jæja.

Í kvöld kom stórlið West Ham í heimsókn á Anfield. Til að gera langa sögu stutta, (sem ég reyndar kem aðeins inn á seinna) þá urðu úrslit leiksins 0-0 í hreint út sagt hörmulega leiðinlegum knattspyrnuleik.

Ég fullyrði það að Rafael Benitez mun aldrei fagna englandsmeistaratitli með Liverpool a.m.k. Ástæðurnar eru fjölmargar en þær helstu eru þessar

a) Það er engu líkara en að liðið æfi ekkert á milli leikja. Tilviljunarkenndur sóknarleikur þeirra er í besta falli vandræðalegur og í versta falli ömurlegur.

b) Skiptingarnar hjá honum koma manni meira á óvart en ef ég sæji geimskip lenda hérna í garðinum hjá mér. Dirk Kuyt, það að Dirk Kuyt skuli fá að böðlast þetta endalaust, án þess að geta ekki neitt er farið að verða mjög óþolandi. Hann hleypur og hleypur og hleypur (það virðist nægja fullt fullt af stuðningsmönnum) en ekkert kemur út úr því. Hann skorar örfá mörk og menn byrja bara óhikað að fróa sér yfir því hversu góður hann er. Það væri mjög forvitnilegt (nenni því ekki núna) að komast að því hversu margar mínútur þessi leikmaður spilar. Ég held reyndar að aðdáun margra á honum núna sé svolítið misskilin. Hann var náttúrulega ævintýralega lélegur á síðasta tímabili þrátt fyrir að fá endalausa sjensa, en hefur byrjað tímabilið núna örlítið betur og þá hlaupa menn til og dást að þessum leikmanni.

c) Robbie Keane. Eins og allir vita var Keane keyptur í einhverri fljótfærni vegna Barry-málsins í sumar. Það voru reiddar fram á borðið rúmlega 20 milljónir punda fyrir þennan fyrrverandi leikmann Coventry, Wolves, Inter, Leeds og Tottenham, þar sem hann var síðast. Enda þegar ég sá uppstillinguna á liðinu, framherjar í leiknum Keane og Kuyt varð ég álíka spenntur og þegar ég festi bílinn minn í dag.

Þrátt fyrir að vera efstir í deildinni sem stendur, mun það ekki vara lengi og fljótlega munu hákarlarnir (United og Chelsea) sigla framhjá okkur. Af 9 "auðveldum" stigum, þá höfum við fengið 3 stig (Stoke - Fulham - West Ham) og þegar það gerist, þá geta menn ekki krafist titils.

Ég veit ekki hvern á að kalla til sem eftirmann Benitez (þó ég geri mér grein fyrir því að ég er nú sennilega í minnihluta með þessa skoðun mína(a.m.k. ennþá)) en það eru flinkir stjórar þarna sem væru eflaust tilbúnir til þess að svara kalli Liverpool F.C.


mbl.is Liverpool á toppinn þrátt fyrir markalaust jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Keane fær sénsinn áfram...Álfurinn er búin að eiga ágæta byrjun á þessari tíð en var alveg arfaslakur í kveld....eins og flestir á í liðinu....GÓÐAR STUNDIR...

Brill (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 23:09

2 identicon

Ég er alveg sammála þér með skiptingarnar. Það að setja Ngog inn á og bíða með Babel er mér hulin ráðgáta. Þessi gæji er engan vegin tilbúinn í einhverja mikilvæga leiki, hann virðist bara geta flækst eitthvað með boltann á milli lappanna á sér. Einng að byrja með Benayoun inn á, þetta er ástæðan fyrir því að Chelsea mun verða meistari í ár. Alltof mikið að miðlungsleikmönnum í Liverpool sem kæmust ekki í hópana hjá Man Utd. og Chelsea.

 En Keane var lélegur í kvöld, þjónuastan á hann var einnig vægast sagt ömurleg. Því var um að gera að henda Babel þarna upp við hliðina á honum.

Bjarki Joð (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 01:17

3 Smámynd: Leiðinlegi gaurinn

Er ekki gaman að vera svona leiðinlegur?

Leiðinlegi gaurinn, 2.12.2008 kl. 03:25

4 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Ha ha magnað hvað allir vita betur en sá sem er ráðin þjálfari hverju sinni.  Ég er nú ekki Liverpool maður en það kæmi mér ekki óvart að Poolararnir taki þetta nú í ár. Sýnist nú liðið vera nokk stabílt núna þrátt fyrir einn og einn slæman leik.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 2.12.2008 kl. 08:21

5 identicon

Hvernig væri nú aðeins að horfa á töfluna og njóta lífsins? Manstu hvenar Liverpool voru seinast efstir eftir 15 leiki? Hefuru skoðað titlanna sem Liverpool hafa unnið síðan Benitez kom samanborið við það sem Man U, Chelsea og Arsenal hafa unnið síðan þá? Eða bara liðið sjálft, hversu miklu betra það er orðið en síðan Rafa tók við??

Ættir nú aðeins að skoða þetta hjá Man U og Chelsea líka, upplifa tímabil frá þeirra sjónarhorni, helduru virkilega að það séu ekki heimskulegar skiptingar og lélegir leikmenn sem spila alltaf þar líka?? Við erum allavega með flest stig af öllum liðum í deildinni núna.. svo það er greinilega eitthvað rétt í gangi.

Djöfull þoli ég ekki svona pappakassaaðdáendur eins og þig, gagnrýnið allt og alla, haldið að þið vitið betur en allir sérfræðingar, þjálfarar og leikmenn þegar helsta reynsla ykkar af fótbolta er að sitja á rassinum að horfa á hann í sjónvarpinu.

Tek það fram að ég þekki þig ekki neitt, var bara bent á þetta og varð bara kommenta á þetta, það náttúrulega leysir allt að reka bara þjálfaran á miðju tímabili og fá einhvern nýjan inn, sem tekur mörg ár að koma með sýnar hugmyndir og er svo ekkert betri.. fólk eins og þú er auðvitað aldrei ánægt..

 Nenni ekki einu sinni að standa í því að fara rífast um ákveðna leikmenn.. ekkert hægt að rökræða við svona menn.

Gísli Halldórsson (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 12:49

6 identicon

Jújú, ég var kannski fullharðorður, dæmdi hann kannski útaf öðrum með svipaðar skoðanir en það breytir samt ekki því sem ég sagði.

 Gagnrýni er auðvitað nauðsynleg, en það er ákveðinn hópur sem finnur alltaf eitthvað til að gagnrýna sama hversu fullkomið allt er, og miðað við þetta blog finnst mér líklegt að hann sé í þeim hópi. 

Þetta er svona svipað og fólkið sem gargar yfir ástandinu á Íslandi í dag og segjir að það þurfi að breyta þessu og hinu en kemur ekki með neinar lausnir. Gagnast nú lítið að reka Benitez og taka Keane og Kuyt(sem er btw deilt markahæstur á þessu tímabili þrátt fyrir að spila hægra megin i 4-2-3-1) úr liðinu núna. Eins og ég segi, hann er semsagt að segja að hann viti betur en Benitez og þjálfaralið hans, og allur þessi stóri hópur af leikmönnum og fjölmiðlamönnum sem eru sammála um getu Kuyt, það er frábært alveg..

 Biðst afsökunar ef þú ert bara pirraður vitleysingur og ekki í þessum hópi, en annars er þetta bara mín skoðun, alveg jafn mikið og hans skoðun um þessa leikmenn sem hann má alveg hafa mín vegna.

 Og nei, ég kalla fólk nú alls ekki heimskt þó það hafi skoðanir sem eru að mínu mati mjög vitleysar um fótbolta, en takk samt fyrir að kalla mig heimskan. Finnst það nú bara ekkert koma gáfnafari við, enda eins og ég sagði áðan hafa fæstir mikið vit á þessu, þ.e.a.s. ekki reynslu af þjálfun eða þjálfaramenntun eða annað, svona svipað og ég færi að kalla Dana heimskan fyrir að kunna ekki kínversku. Finnst þessi hópur heldur alls ekkert leiðinlegur, hinsvegar er mikinn hluti af honum mjög þröngsýnn og þýðir yfirleitt lítið að rökræða við þá.

Gísli Halldórsson (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 16:09

7 Smámynd: Ragnar Hermannsson

Þegiði báðir tveir

Ragnar Hermannsson, 2.12.2008 kl. 21:14

8 Smámynd: Ævar

Sko, við skulum bara taka þennan West Ham leik.

Það voru tveir menn sem eitthvað gátu í leiknum. Jamie Carragher og svo Sami Hyypia, sem eins og allir vita er reynslumesti miðvörður okkar, og þrátt fyrir að hafa misst úr hraða er hann að mínu mati besti "fótboltamaðurinn" í öftustu varnarlínu okkar. Sami Hyypia orsakaði mestu hættuna í vítateig West Ham. Ég varð einmitt mjög svekktur út í Benitez fyrir að hafa ekki valið hann í meistaradeildarhóp sinn, a.m.k. enn sem komið er.

En til að svara Gísla Halldórssyni, nenni þó ekki að eyða alltof miklum tíma í það.

Ég er mjög ánægður með að Liverpool skuli tróna á toppi deildarinnar. Það er rúmlega 1/2 tímabil hinsvegar eftir og af biturri reynslu hef ég tamið mér það undanfarið að vera með báðar fætur á jörðinni, þegar umræður tengdar Liverpool eru í gangi. Ég man vel eftir Istanbul, og þegar Jerzy Dudek varði spyrnu Shevchenko og tryggði okkur titilinn. Ég man einnig eftir öðru mögnuðu "comeback-i" gegn West Ham í úrslitum F.A.-cup. En ég man einnig eftir því þegar einhverjir jakkafatakallar þurftu að ákveða hvort leyfa ætti Liverpool að spila í meistaradeildinni (eftir að hafa sigrað hana) vegna þess að árangurinn heima fyrir var lélegur.

Eðlilega er liðið orðið betra eftir að Benitez tók við því, enda hefur hann fengið umtalsverða fjármuni til að versla leikmenn fyrir. Frá því að Benitez tók við hefur liðið endað í 5.sæti - 3.sæti - 3.sæti og 4.sæti.

Það eina sem ég var að gera, er að lýsa mínum tilfinningum fyrir restinni af tímabilinu og ég spái því að Liverpool verði ekki meistari í deildinni. Ég var ekki að mála mig sem einhver sérfræðing á sviði ensku úrvaldsdeildarinnar, en mér hlýtur bara að vera frjálst að hafa mína skoðun.

Eflaust þykja þér kaup Benitez á Dirk Kuyt góð. Það er þín skoðun og alls ekki mín. Þegar hann var keyptur og kynntur sem markamaskína (ég man eftir viðtölum við t.d. Benitez) þá veðraðist maður allur upp en vonbrigðin minn kæri, vonbrigðin voru heilmikil. En þá var honum kastað á kantinn og látinn hlaupa þar fram og til baka og það virðist nægjanlegt til að friða marga stuðningsmenn. Margir af mínum félögum eru ánægðir með Kuyt, en kannski ég sjái bara ekki þetta ljós í kringum hann.

Það er ekkert mál að reka stjóra á miðju tímabili. Það gerist margoft og góður árangur þarf ekki að taka langan tíma. Við getum t.d. séð Rafael Benitez. En ég hef bara ekki trú á honum lengur, og ég get sagt þér það að ég er mjög einlægur þegar ég segi það.

Heldur þú það t.d. að Steven Gerrard færi að gagnrýna Dirk Kuyt opinberlega í blaðaviðtölum sem einfeldningar lesa ? Nei. Steven Gerrard talaði t.d. einu sinni um það hvað Josemi væri magnaður leikmaður. Var hann magnaður leikmaður ?

Svo segirðu að gagnrýni sé nauðsynleg. Ég held að þér finnist gagnrýni ekki nauðsynleg. 

Ævar, 2.12.2008 kl. 21:20

9 identicon

Vil nú bara byrja á því að biðja um að fá að sjá þetta með Gerrard um Josemi, því ekki kannast ég nú við það..

 Auðvitað veit ég það að liðsfélagar fara nú varla gagnrýna hvorn annan, en ef Gerrard myndi finnast Kuyt lélegur t.d. þá efast ég nú stórlega um að hann væri alltaf að tala svona vel um hann, myndi einfaldlega sleppa því. Ekkert langt síðan Sammy Lee var að tala um að Kuyt væri allt það sem Liverpool tákna, þegar Messi var að tala um að Liverpool væru hættulegir í meistaradeildinni nefndi hann einhverja 3 leikmenn til að taka dæmi um hversu sterkir Liverpool væru, Kuyt var einn af þeim. Svo er hann einnig tekinn fram yfir mjög sterka leikmenn í Hollenska landsliðinu.

 Hann var markahæstur á sínu fyrsta tímabili, og var svo látin skipta um stöðu, spilar ekkert frammi lengur heldur sem fljótandi kantmaður í 4-2-3-1, þú greinilega hefur ekki trú á honum, þrátt fyrir að það séu nánast allir orðnir sammála um ágæti hans núna, tala nú ekki um eftir að hann fór að raða mörkunum inn á þessu tímabili. Langar líka benda á það hversu mörg marka Kuyt hafa verið ótrúlega mikilvæg, hann er ekkert mikið fyrir að skora 4 markið í 4-0 sigrum, heldur eru þessi mörk hans yfirleitt að koma á ögurstundum(mörg í meistaradeildinni) að tryggja Liverpool mikilvæga sigra.

 Allavega þá nenni ég nú ekki að rífast um Kuyt, annaðhvort hataru þennan mann eða elskar, og það mun aldrei koma almennileg niðurstaða í umræðum um hann. 

 Þú vilt semsagt reka Benitez núna? Þegar Liverpool eru komnir áfram eftir 5 umferðir í meistaradeildinni og á toppi deildarinnar? Verður nú að gefa manninum smá kredit og leyfa honum að fá tækifæri til að klára tímabilið áður en þú kemur með svona yfirlýsingar, léleg lið eru ekki í toppsætinu í desember, það er alveg á hreinu. Þar af auki er hann nýbúinn að vinna Man u, og Chelsea á sínum ósigrandi heimavelli, þannig að framförin í liðinu er augljóslega mikil..annars þarf árangur vissulega ekki að taka langan tíma, en ég held að þú finnir ekki mörg dæmi um stjóra sem hafa komið inn um mitt tímabil og gjörsamlega brillerað, fyrir utan eitt og eitt dæmi um lið í fallbaráttunni kannski sem hafa náð að bjarga sér..

 Auðvitað finnst mér gagnrýni nauðsynleg, þ.e.a.s. uppbyggjanleg gagnrýni,  það hefst ekkert gott uppúr því að Torres sé ekki nógu góður t.d. þegar það er ekki til betri framherji í heiminum. Eins og ég segi þá þekki ég nokkra vitleysinga, týpur sem gáfust upp í hálfleik í Istanbúl, og eru alltaf sívælandi leitandi af göllum, ef Liverpool vinna 3-0 þá var Riera með of asnalegt svitaband, eða of lítil prósenta af hornum skilaði sér yfir fyrsta mann.

Gísli Halldórsson (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 04:24

10 Smámynd: Ævar

Ég skal reyna að finna þessi fögru orð Steven Gerrard um Josemi og paste-a þeim hérna inn.

Eins og ég kom inná, þá má vera að ég sjái bara ekki ljósið sem menn kasta á hann. Hann var reyndar ekki markahæstur á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Sá markahæsti þá var enginn annar en Peter nokkur Crouch. En hinsvegar ef við tökum bara ensku deildina, þá er það rétt að þessi mikla markamaskína, skoraði flest mörk Liverpool-manna, þ.e. 12 mörk. Eins og Benitez sagði eitt sinn, þá talaði hann um hann sem nánst hinn fullkomna framherja. Hann hlýtur að hafa fært hann aftur á völlinn, einmitt vegna þess að hann skoraði ekki nóg af mörkum. Hann skorar vissulega mikilvæg mörk, en það gerði einnig Luis Garcia sem nú er farinn, og guði sé mikið lof fyrir það. Ég læt þig ekkert segja mér að annaðhvort hati ég hann eða elski. Ég geri hvorugt en tel að til séu í heiminum töluvert betri leikmenn en Dirk Kuyt og ég hef tilfinningu fyrir því að Kuyt fagni ekki englandsmeistaratitli með Liverpool, m.v. þá áherslu Benitez sem leggur á að hann spili.

Eins og þú segir, þá erum við komnir áfram í meistaradeild evrópu, eftir 5 leiki í riðlakeppninni. Það er fínn árangur og ekkert út á hann að setja. Við erum á toppi deildarinnar og er eitthvað út á það að setja ? Þetta hljómar og virkar allavega á mann sem óskaplega frábært. Ég er búinn að sjá jafnteflisleikina á Anfield, þar hefðu meistarar tekið a.m.k. 6 stig, í stað þriggja gegn Stoke, Fulham og West Ham. Frábær sigur á brúnni, en Chelsea tapaði þar líka núna liðna helgi, gegn veikburða liði Arsenal. Rafael Benitez sigraði United í fyrsta skipti síðan hann tók við liðinu. Það var gott hjá honum og ég varð himinlifandi með þau úrslit.

Ég var nú einn af þeim sem gafst upp í hálfleik gegn A.C. Milan á þessu fallega vorkvöldi 2005. Ég held að enginn geti sagt að ég hafi ekki haft trú á mínum mönnum, eftir sigra gegn Chelsea og Juventus það árið. Við vorum einfaldlega 3-0 undir gegn A.C. Milan í hálfleik. Varnarlína Milan manna var ekki árennileg í þessum leik, Maldini - Stam - Nesta - Cafu. Hinsvegar þegar móðir mín tilkynnti mér um að Smicer hefði skorað 3-2 þá stökk ég til og fylgdist með restinni af leiknum og endaði svo á skallanum það kvöldið og söng með minni fögru rödd You´ll Never Walk Alone.  

Enn og aftur ætla ég að minna á það að ég skrifaði um það að ég ætti ekki von á því að Benitez tækist að gera Liverpool að englandsmeisturum. Ég hef tilfinningu fyrir því að fljótlega fari að halla undan fæti, og lið eins og United og Chelsea sem búa yfir miklu sterkari hóp, þó byrjunarlið liðanna séu áþekk komist upp fyrir Liverpool og baráttan verði þeirra frá og með áramótum. Við höfum unnið 3 leiki í deildinni það sem af er, með meira en einu marki í deildinni. Nú kannt þú að segja "jaaa...við fáum jafnmörg stig fyrir það eins og 4-0 sigra". Það er rétt, en spilamennskan hefur verið vægt til orða tekið takmörkuð og þess vegna spái ég liðinu ekki titlinum í vor.

Ævar, 3.12.2008 kl. 10:04

11 identicon

Til að friða þá  Liverpool aðdáendur sem ekki eru ánægðir með pistil Ævars hér að ofan vil ég benda á að hann er þekktur "baktryggingarmeistari" sem með pistli sínum hér að ofan er að toppa sjálfan sig.

Fyrir þá sem ekki átta sig á því hvað meistari í baktryggingum er þá er það sá sem ekki tapar hvernig sem fer.  Ef Lp verður meistari verður Ævar í sjöunda himni og tilheyrir sigurliðinu.  Ef hinsvegar Lp verður ekki meistari í vor er Ævar samt sem áður í sigurliði þar sem hann getur þá hreykt sér af því að hafa vitað að Lp ynni ekki og mun þá vísa í þennan pistil sinn m.a.

Gudmundur H (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 18:05

12 identicon

Þetta friðar mann nú ekki mikið. Ég er harður púlari og maður skammast sín fyrir að það skuli vera svona bullukollar í hópi stuðningsmanna!

Axel (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 19:23

13 identicon

Tek undir með Guðmundi. Þetta er sennilega mesta baktryggingar múv sem um getur. En það sem verra er hvað þetta er samt hryllilega aumt að heyra (sjá) svona væl og víl hjá stuðningsmanni efsta liðs deildarinnar. Þetta gerist ekki daprara.

Óskar (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 20:35

14 identicon

Jæja var að lesa nýja grein þar sem Móri f stjóri Chelsea segir að Liverpool muni fljótlega gefa eftir og ekki blanda sér í titilbaráttuna í vor frekar en síðustu ár.  Ævar á sumsé skoðanabræður á æðstu stöðum í boltanum þegar kemur að gengi þessa liðs.  Þetta er þá kannski alls ekkert bull eftir allt saman eins og sumir hafa fullyrt hér.

Guðmundur (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 21:29

15 Smámynd: Ævar

Mér finnst nú skrýtið að Guðmundur og Óskar láti þennan saklausa pistil minn um tilfinningar mínar gagnvart Benitez, koma sér svona óskaplega mikið á óvart. Þeir vita báðir að ég spáði Liverpool í 3.sætið í deildinni fyrir tímabilið og ekkert hefur breyst varðandi þá spá mína.

Það sem hrjáir "samherja" mína marga hverja, er að þeir neita að horfast í augu við þá bláköldu staðreynd að þrátt fyrir pening til leikmannakaupa á undanförnum árum, þá hefur Benitez, heilt yfir ekkert gengið alltof vel í þeim efnum. Undantekningin er að sjálfsögðu Fernando Torres, enda erum við að tala þar um besta framherja í heimi. Svo má bæta við Mascherano og svo virka þeir félagar Skrtel og Riera vel á mann svona við fyrstu sýn.

Mín skoðun er t.d. sú að eftirfarandi leikmenn hafi verið ein af "flopp-kaupum" Benitez, þ.e. þau kaup virkuðu ekki. (áður en menn tala um markið mikilvæga hjá Garcia þá nenni ég ekki að hlusta á eitthvað raus um það hvað hann hafi verið góður)

Nunes - Pellegrino - Morientes (því miður) - Luis Garcia - Sissoko - Crouch - Gonzalez - Kromkamp - Bellamy - Pennant - Kuyt (títtnefnd markamaskína) - Voronin - Benayoun - Degen - Dossena og Robbie Keane.

Þarna sjáum við 16 leikmenn. Verðmiðinn á þessa leikmenn samkvæmt LFChistory 78 milljónir punda og allt eiga þessir leikmenn það sameiginlegt að vera í besta falli miðlungsmenn. 9 leikmenn hafa svo verið seldir eitthvert annað og þá fyrir lægri upphæð, ef frá er talinn Peter Crouch sem fór til Portsmouth. Hann hefur samkvæmt áðurnefndri heimasíðu verslað leikmenn fyrir 190 milljónir punda ! 190 milljónir punda, á fjórum árum og 4 deilt með 190 gera 47,5 milljónir á ári. Hann er búinn að selja svo leikmenn fyrir 92 milljónir punda. Sumsagt, í leikmannaviðskiptum hefur hann eytt ca. 100 milljónum punda. Til samanburðar við Gerard Houllier þá keypti Houllier leikmenn á sínum 5 árum hjá Liverpool fyrir 125 milljónir en seldi leikmenn fyrir 60 milljónir. Það gera 65 milljónir hjá þeim franska. Taka verður reyndar með í reikningin að aðrar upphæðir var þá um að tefla í boltanum en hafa verið í gangi undanfarin 4-5 ár. Houllier keypti t.a.m. einn af mínum uppáhaldsleikmönnum til liðsins, Sami Hyypia á skitnar 2,5 milljónir punda.

Ævar, 3.12.2008 kl. 23:11

16 Smámynd: Leiðinlegi gaurinn

Ef ég skil þetta allt saman rétt, þá ert þú, Ævar, svokallaður Liverpool maður. Þú spáðir þeim 3.sæti, sem er gott og blessað. En mér finnst þú vera meira að vona að spáin þín gangi eftir heldur en að Liverpool vinni deildina.

Þessi flopp listi þinn er hlægilegur. Ég vil benda þér á að Garcia, Sissoko og Crouch voru ekki flopp kaup. Þeir áttu allir nokkuð góð skeið hjá Liverpool og voru seldir með gróða. Salan á Garcia átti stóran þátt í að tryggja komu Torres til Liverpool. Einnig ætla ég að leyfa mér að efast um dómgreind þína þar sem þú ert búinn að dæma mann sem hefur spilað 3 leiki fyrir Liverpool og kom frítt sem flopp. Benayoun vil ég einnig meina að hafi borgað sig hingað til og sé erfitt að kalla flopp. Kuyt er búinn að vera einn af 3 bestu leikmönnum Liverpool á þessu tímabili.

Listi yfir mjög góð kaup að mínu mati: Agger, Skrtel, Reina, Mascherano, Alonso og Torres. Babel og Lucas gætu fljótlega komist inn á þennan lista líka. Þá er ég bara að tala um núverandi leikmenn liðsins.

Mér finnst ólíklegt að þú sért stuðningsmaður sem horfir á alla leiki liðs síns og styður liðið. Ég held að þú sért meira svona stuðningsmaður sem tekur ákveðinn pól í hæðina og munt ekki breyta þeirri skoðun. Sama hvað þú heyrir eða lest um hvað liðinu gengur vel. Og ég veit að það sama á við um Júlla.

Liverpool eru búnir að VINNA liðin sem börðust um titilinn í fyrra, eru með betri árangur í deildinni og hafa þrátt fyrir meiðsli lykilmanna verið besta liðið í deildinni hingað til. Hvernig er hægt að horfa á þetta svona gallsúru sjónarhorni?

Leiðinlegi gaurinn, 4.12.2008 kl. 02:21

17 Smámynd: Ævar

Mér finnst það með hreinum ólíkindum að menn efist um stuðning minn við liðið af því að ég spái þeim ekki sigri í deildinni. Þetta hlýtur að þýða það, að t.d. stuðningsmenn Blackburn eru ekki stuðningsmenn liðsins ef þeir spá liðinu ekki sigri í deildinni. Ég vil nú minna á það að þetta er ekki í fyrsta skipti síðan ´90 þar sem Liverpool trónir á toppi deildarinnar í einhvern tíma.

Ég spáði þeim 3.sætinu og vonast ekki eftir því að sú spá mín rætist, ég vonast eftir áframhaldandi dampi og liðið og stuðningsmenn, þ.a.m. ég fagni titlinum eftirsótta 24.maí n.k. En af hverju spáði ég þeim 3.sætinu ? Einfaldlega vegna þess að ég taldi og þá tel liðið ekki vera meistaralið. Viðbæturnar í sumar voru ekkert svo merkilegar, ef við tökum næstdýrasta leikmann liðsins sem dæmi, Robbie Keane.

Auðvitað er smekkur manna misjafn eftir því hvað leikmenn eru góðir og hverjir hafa reynst vel o.þ.h. en ég stend við þennan lista minn. Ég er sammála þér yfir það hvaða leikmenn hafa reynst liðinu vel. Það hefur að vísu pirrað mig hvað það slúður virðist oft eiga upp á pallborðið um að Agger sé hugsanlega að yfirgefa liðið. Einnig finnst mér Mascherano vera aðeins síðri núna en hann var á s.l. tímabili, kannski það tengist eitthvað aukinni ábyrgð hans með argentíska landsliðinu. Það virðist auk þess augljós kergja vera á milli Benitez og Babel og það tengist þessum blessuðu ólympíuleikum eitthvað.

Mér finnst leiðinlegt, svo ég komi aftur inn á það, þegar menn draga stuðning minn við liðið í efa eða reyna að gera lítið úr honum, þó ég spái klúbbnum ekki sigri í deildinni í vor. Ég ítreka fyrri orð mín og mættu fleiri taka þau til sín. Af biturri reynslu undanfarið hef ég tamið mér það að vera með báðar fætur á jörðinni þegar rætt er um titilvonir Liverpool, og það þrátt fyrir að við séum með 1 stig á Chelsea sem stendur. Er eitthvað óeðlilegt við það ? Svo það að ég sjái örfáa leiki með Liverpool og blablabla. Ég hef tvisvar sinnum verið á Anfield Road. Ég sá þegar Nick Barmby opnaði markareikning sinn fyrir liðið með 1-0 forystu á Everton í október mánuði árið 2000, í leik sem við unnum 3-1. Patrik Berger og Emile Heskey bættu við tveimur mörkum. Svo sá ég einnig þegar að Peter Crouch skoraði sín fyrstu mörk fyrir Liverpool, 3.desember fyrir tveimur árum. 

Ég er ekki að horfa á þetta með svona gallsúru sjónarhorni. Ég vil meina að ég sé að horfa á þetta með svona raunsæju sjónarhorni en það virðist vera á algeru undanhaldi hjá mörgum stuðingsmönnum því miður. 

Ævar, 4.12.2008 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband