Finna konur minna fyrir kreppunni ?
7.11.2008 | 00:24
Er búinn að velta þessum málum fyrir mér í töluverðan tíma, eða allt frá því Glitnir var þjóðnýttur og bjöllurnar klingdu í hausnum á öllum landsmönnum. Síðan þá hafa stanslausar fréttir verið um aukna verðbólgu, hærri vexti, gjaldþrota fyrirtæki, hótanir evrópuþjóða gegn okkar litla landi. Ég hef tekið alvarlega þær fréttir (leiðbeiningar) þegar þekktir hagfræðingar og prófessorar hafa lýst því yfir í fréttatímum að nú verði að herða sultarólina, stíga varlega til jarðar þegar farið er í verslunarleiðangra o.s.frv.
Ég t.d. fór í búðina um daginn, og ætlaði mér að kaupa mér 4 ltr af kók m.a. og svo þegar kókið var komið ofan í körfuna blasti við mér tilboðsverð á Pepsi (ég hef svo sannarlega fylgt Coke-liðinu í keppnini Coke vs Pepsi síðan ég man eftir mér), nú voru einmitt góð ráð dýr, í staðinn fyrir að versla 2 ltr flöskuna af kók á rétt tæpar 200 krónur, var Pepsíið á 99 krónur. Ég minntist orða þessarra fræðimanna og skilaði þessu rándýra kóki og setti þess í stað kippu af Pepsi ofan í körfuna og spásseraði um verslunina fagnandi. Ég fann það þarna að ég hafði aldeilis minnkað rekstrarkostnað minnar fjölskyldu töluvert.
Svo þegar heim var komið, og eitthvað blandað hakk var komið á pönnuna byrjuðu fréttirnar. Ég settist niður og útskýrði fyrir frúnni minni hvað um væri að vera á íslandi, allir að segja það sama, að við íslendingar ættu nú að versla ódýrt í matinn og vera vel vakandi fyrir hverskyns tilboðum. Frúin virkaði mjög sannfærandi á mig og taldi ég hana vera 110% meðvitaða um þennan vanda sem steðjar nú að heimilum í landinu. Hún svona hristi hausinn yfir þessu ástandi og ég hugsaði með mér hvað við værum nú ofboðslega samrýmd og við færum leikandi í gegnum þessa kreppu sem allir tala svo mikið um.
Neinei..næsta frétt var um metaðsókn í fjölskylduhjálp kirkjunnar eða eitthvað álíka, þ.e. fólk kom saman og þáði ókeypis mat, við það tækifæri greip frúin upp einhvern IKEA-bækling og fór að innrétta bæði hjónaherbergið og barnaherbergið, og það sem var dýrast, það var sko best. Þannig að ég japlaði á þessu hræódýra blandaða hakki mínu um leið og ég svolgraði því niður með ódýra pepsíinu mínu.
Svo þegar ég versla inn (geri mér grein fyrir því reyndar að ég er eflaust ömurlega leiðinlegi eiginmaðurinn sem keyri kerruna á meðan frúin fleygir ofan í hana) þá reyni ég að sjálfsögðu að gera það með hagsýnina að leiðarljósi. En eins og fram kemur í sviganum, þá er það þannig þegar við förum saman, að þá einmitt held ég sveittum og stressuðum lófum utan um kerruna á meðan frúin fleygir hinum ýmsu hlutum ofan í. Hún t.d. þarf alltaf að kaupa dýrustu skinkuna, Búrfellsskinkuna, það er jafnmikið magn af skinku í þeim pakkningum og þeim sem ég versla en munurinn á pakkningunum er rúmlega 200 kall !
Svo neitar hún að borða lambasvið og slátur, sem allir vita að er herramansmatur. (tók reyndar neitun hennar á lambasviðunum til greina, eftir að ég vaknaði einn morguninn fyrr en hún (þetta var þegar við vorum svona að græja það og maður að reyna að vera sem fyndnastur og grennstur) og fór fram í frysti og náði tvo lambakjamma og víraði þá saman og skellti á koddann hennar og svo þegar hún vaknaði þá var hún í fyrsta skipti að sjá haus af lambi) En slátrið er t.d. mjög gott með hrísgrjónagraut.
Svo um helgina stendur til að fara á eyrina, og hvað á að gera þar, jú versla líkt og enginn verði morgundagurinn, það á að koma við í pólsku búðinni (sem ég vona að verði hætt starfsemi vegna erfiðra rekstrarskilyrða) og versla einhverjar kippur af Kubus og sennilega eina 10 poka af sýrðum gúrkum.
Athugasemdir
Lélegur brandari hjá þér:) ..... þó að konan þín sé pólsk þá þarftu ekki að gera lítið úr henni né öðru kvenfólki ..... Eflaust á þetta að vera grín, en það mistókst bara ....
Katrín Linda Óskarsdóttir, 7.11.2008 kl. 00:33
Mér þykir vænt um það Katrín Linda að þú skulir koma hér við. Það er hinsvegar fráleitt að halda því fram að ég skuli hafa verið að gera lítið úr konunni minni.
Var að renna yfir þessi niðurlægjandi orð mín um konuna mína, og get í besta falli lesið mér það til að hún fann aðeins það dýrasta í IKEA-bækling (sem hún reyndar brosti yfir um leið og hún benti mér á það) og svo skinkuna. Það er reyndar sorglegt að vera að tala um skinkuálegg á netinu (skal viðurkenna það) en af því að ég er komin út í þá sálma er rétt að það komi fram að ákaflega lítill bragmunur er á skinkuáleggjum allra þessarra framleiðenda, og mikill verðmunur þeirra því óskiljanlegur.
Fyrirsögnin hefði kannski mátt vera önnur. T.d. "Hvernig horfir kreppan við kynjunum" eða "Verða karlar nirflar í kreppum" eða eitthvað annað. Svo eins og þú bendir á, þá er þetta mestmegnis bara grín hjá mér sko. Frúin verslar oft mjög hagkvæmt inn á heimilið en það sem ég er ánægðastur með hjá henni, er að hún "fílar" svona grín hjá mér :)
Ævar, 7.11.2008 kl. 01:06
Ævar, ég skil vel að þetta átti að vera grín hjá þér, en sjáðu nú hér, þetta eru þín orð úr pistlinum þínum:
Neinei..næsta frétt var um metaðsókn í fjölskylduhjálp kirkjunnar eða eitthvað álíka, þ.e. fólk kom saman og þáði ókeypis mat, við það tækifæri greip frúin upp einhvern IKEA-bækling og fór að innrétta bæði hjónaherbergið og barnaherbergið, og það sem var dýrast, það var sko best. Svo þegar ég versla inn (geri mér grein fyrir því reyndar að ég er eflaust ömurlega leiðinlegi eiginmaðurinn sem keyri kerruna á meðan frúin fleygir ofan í hana) þá reyni ég að sjálfsögðu að gera það með hagsýnina að leiðarljósi. En eins og fram kemur í sviganum, þá er það þannig þegar við förum saman, að þá einmitt held ég sveittum og stressuðum lófum utan um kerruna á meðan frúin fleygir hinum ýmsu hlutum ofan í. Hún t.d. þarf alltaf að kaupa dýrustu skinkuna, Búrfellsskinkuna,
Svo neitar hún að borða lambasvið og slátur, sem allir vita að er herramansmatur. (tók reyndar neitun hennar á lambasviðunum til greina, eftir að ég vaknaði einn morguninn fyrr en hún (þetta var þegar við vorum svona að græja það og maður að reyna að vera sem fyndnastur og grennstur) og fór fram í frysti og náði tvo lambakjamma og víraði þá saman og skellti á koddann hennar og svo þegar hún vaknaði þá var hún í fyrsta skipti að sjá haus af lambi) En slátrið er t.d. mjög gott með hrísgrjónagraut.
Svo um helgina stendur til að fara á eyrina, og hvað á að gera þar, jú versla líkt og enginn verði morgundagurinn, það á að koma við í pólsku búðinni (sem ég vona að verði hætt starfsemi vegna erfiðra rekstrarskilyrða) og versla einhverjar kippur af Kubus og sennilega eina 10 poka af sýrðum gúrkum. !!!!!! tilvitnun líkur"
Ok, ég er ekki húmorslaus ... en mér þótti þetta bara einhvern veginn ekki við hæfi og sendi því athugasemd. Þú ert reyndar góður penni og því gaman að lesa bloggið þitt. Taldi mig sjá að þú værir að grínast og auðvitað frábært að konan þín skuli skilja það og vera sátt við. Haltu áfram að skrifa, ég held áfram að lesa bloggið þitt:)
Katrín Linda Óskarsdóttir, 7.11.2008 kl. 01:20
Með fullri virðingu fyirir Katrínu þá held ég að hún sé búin að sitja of margar kynjafræðitíma, þar sem áherslan á það hvað kyn er mikilvægt er óeðlilegt!!...ég sat einn...var við það að beytast í femínista...en bjargaðist!..ég hló mikið þegar ég las þetta blogg Ævar minn...og ég er kona!! eina sem ég set athugasemd við er pepsíið sem þú keyptir....ætla rétt að vona að þetta hafi verið pepsí max!!
Mitt mat er að kyn skiptir ekki svona miklu máli...er bara rugl að vera að velta því svona mikið fyrir sér...;)
knús á þig Ævar...og endilega komu með fleiri svona blogg....húmorinn er mikilvægur í kreppunni:)!
Tinna (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 03:58
Ok,ég er hjartanlega sammála Katrínu. Ég er ekki að fatta húmorinn í þessu! ég ætla rétt að vona að frúin þín sé ekki orðin það góð í íslenskunni að hún geti lesið þetta blogg hjá þér Ævar, því ég efast um að hún sé eitthvað að "fíla" þetta einsog þú segir! Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá bara finnst mér þú hálf sorglegur að vera svona að opinbera þetta. þetta er svona frekar einkamál innan fjölskyldunar sem þið 2 ættuð að reyna að leysa, td með þetta skinkubref, ég ætla bara rétt að vona fyrir hennar hönd að þú sért ekki svona skelfilegur nískupúki.
Ég þekki þig ekki neitt og veit ekkert hvernig maður þú ert, allavegana eru síðustu pistlar hjá þér búnir að vera mjög góðir, en Ævar, þarna fórstu nú alveg með það!!
Tanke.
Halldóra Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 11:58
Þakka þér fyrir Tinna mín og gott að einhver virðist hafa húmor fyrir bröndurunum mínum, ásamt frúnni :)
Hinsvegar er það rétt hjá Halldóru Ólafsdóttir, að umræður um kaup á skinkuáleggjum á hvergi annarsstaðar heima nema í innsta hring fjölskyldunnar. Þar gekk ég of langt.
Ævar, 7.11.2008 kl. 14:35
Gaman væri að sjá hvernig viðbrögðin hefðu verið væri dæminu snúið við, það er að segja kona að skrifa sambærilegan texta um eiginmann sinn. Þá hefði nákvæmlega 0 kvenmenn komið hér upp á dekk til þess að skamma viðkomandi bloggara.
Ótrúlegt að þessi sakleysislegu og góðlátu skrif geti farið fyrir brjóstið á nokkrum einasta manni. Tek innilega undir með Tinnu.
Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 16:04
Óþolandi að sjá kvennfyrirlitninguna í þínum skrifum ævar!
Nei djók, mjög gott blogg en mun betri athugasemdir frá þeim Halldóru og Katrínu, gat hlegið mikið af þeim.
Er samála Alla með að það er órtúlegt að einhver nenni að kvarta yfir þessum sakleysislega húmor!
Hemmi Alla (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 21:05
hahahaha.... Þekkir fólk ykkur ekki neitt???:)
En ég trúi varla að þú hafir tekið pepsi fram yfir KÓK!!!!! Skamm....
Þórdís Dögg (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.