Uppskriftin
21.9.2008 | 00:57
Það er svo gjörsamlega óþolandi stundum að styðja Liverpool. Fyrir örfáum dögum völtuðum við yfir Man.Utd á Anfield, því næst fórum við til frakklands og sigruðum þar Marseille í fyrsta leik riðlakeppninnar. Svo kemur að leik á Anfield, og það gegn Stoke City. 4-0, 5-0 voru lágmarkskröfur til liðsins. Ég sem betur fer, var búinn að búa mig undir þessi úrslit og spáði leiknum 1-1. Hvers vegna ? Jú einmitt vegna þess að uppskriftin í kringum leiki Liverpool F.C. er akkúrat þessi. Dóminera leiki gegn t.d. United en gera svo jafntefli við Stoke City á heimavelli, og með stjörnuframherjann "El Nino" frammi og með honum/aftan við hann Robbie Keane.
Tony Pulis lagði þennan leik auðvitað eins upp með að fá alls ekki á sig mark í leiknum og stig á Anfield jafngildir allt að því sigri. (eins og reyndar önnur 18 lið hugsa eflaust þegar ferðalagið er á Anfield Road) Mér er bara svo nákvæmlega sama þó að stjóri Stoke City hafi lagt upp með þessa taktík á Anfield. Liverpool F.C. sem væntanlega ætlar sér að keppa um þann stóra þetta seasonið verður bara að gjöra svo vel og drullast til þess að sigra lið eins og Stoke City á heimavelli (og að sjálfsögðu einnig á Brittania ef út í það er farið). En neinei, 0-0 niðurstaðan eftir rúmlega 90mín leik og hvað gerist svo eftir leik, jú Rafael Benitez leggur á það þunga áherslu að aðstoðardómarinn hafi tekið af þeim sigurinn þegar hann dæmdi rangstöðu. Þetta var auðvitað ekkert rangstæða, en ég hefði skilið þetta ef að Liverpool væri WBA og þeir hefðu lent í þessu.
Á síðasta tímabili óskaði ég þess fyrir Liverpool að John Arne Riise, Peter Crouch og Dirk Kuyt hyrfu á brott frá félaginu. 66% árangur með þá ósk mína, en Riise seldur til Roma og Crouch til Portsmouth. Eftir stendur sá "duglegi". Ég er svo gjörsamlega komin með leið á honum, jújú, hann getur hlaupið og maður sér það alveg í sjónvarpinu að hann er að leggja sig fram. En þeir sem spila fyrir Liverpool F.C. eiga bara og skulu vera duglegir. En þeir verða líka að geta eitthvað í fótbolta. Ég vona að Martin Jol hafi ennþá áhuga á Kuyt í janúar og sannfæri stjórnarmenn Hamburg um að Kuyt sé rétti maðurinn fyrir liðið (sem verður reyndar að teljast frekar ólíklegt).
Svo er eitt annað. Robbie Keane. Keyptur samkvæmt soccerbase á 20.3milljónir punda ! Dagatalið mitt segir mér núna að það sé 21.september, og hefur Keane ekki enn skorað. Hann var svo langt frá því að vera byrjunarliðsmaður í Tottenham á síðasta seasoni, þó það hafi vissulega komið fyrir í meirihluta leikja. Hann var í allt sumar orðaður við Liverpool svo gerðist það í endaðan júlí að Liverpool reiddi fram rétt um 20 milljónir punda fyrir hann. Ég á erfitt með að lýsa því hversu óánægður ég var með viðskiptin, það hlaut bara að vera hægt að gera betra við allan þennan pening en að kaupa fyrrverandi leikmann Wolves, Inter, Leeds og Tottenham. Hvað kemur svo í ljós núna (má vera að ég eigi eftir að éta þetta allt saman ofan í mig) ? Jú, Robbie Keane sem átt að verða svo frábær kaup, m.a. vegna þess að hann þekkti ensku knattspyrnuna út og inn, hefur ekki enn skorað mark fyrir klúbbinn. Við hliðina á Fernando Torres á að vera leikmaður sem skorar einnig mörk.
Svo er ég, þrátt fyrir sigur gegn United m.a. nú í upphafi tímabils, með efasemdir gagnvart þessu stórfenglega plani sem Rafael Benitez hefur með liðið.
Vona ég hafi vitlaust fyrir mér.
Benítez segir mistök að dæma markið af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ÆÆ...æææ Ævar minn. Ég get alveg trúað því að það sé óþolandi að vera stuðningsmaður þessa liðs. En er þetta ekki líka tilbúin leiðindi hjá stuðningmönnum þessa félags. Þetta er líkt og ég sem stuðningsmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, miklar væntingar, en vonbrigði ár eftir ár eftir ár.... AF HVERJU??? Jú við erum með svo skrambi lélegt landslið.
Sama er að segja um Liverpool, þú segist hafa valtað yfir UTD í leik sem fór 2-1 for crying out loud!!!! Þið vorum MJÖG heppnir að vera ekki slegnir út í forkeppni meistaradeildarinnar.Þar á undan mörðu þið sigur á móti snillingunum í Sunderland og náðuð jafntefli á móti Villa. Þetta er nú allur árangurinn, mjög ósannfærandi leikir allir saman og svo ert þú hissa að þið náið einungis jafntefli á móti Stoke!!!! Tími til kominn fyrir stuðningsmenn Liverpool að ná jarðsambandi og sjá að þetta er bara miðlungslið. Mín spá er sú að Liverpool endi í 8 sæti í deildinni.
Nei Ævar minn "Risinn er ekki vaknaður" þó hann slysist til að vinna einn og einn leik.
Góðar stundir.
Þráinn (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 07:49
Núna er einhver risamisskilningur hér á ferðinni. Ég sagði að stundum væri óþolandi að vera stuðningsmaður Liverpool og lýsti ég því hvers vegna svo væri. Það að bera saman Liverpool og íslenska landsliðið er allt að því fáránlegt, og talandi um miklar væntingar. Ég er sem betur fer ekki svo einfaldur að bíta á þá beitu ýmissa fjölmiðlunga þegar hagstæð úrslit náist í leikjum landsliðsins þegar þeir gleyma sér í umfjöllun sinni. Þar reyndar erum við sammála, við erum með gríðarlega lélegt landslið og getum við vel sætt okkur við þá staðreynd, ef við tökum aðeins mið af smæð þjóðarinnar.
2-1 sigur Liverpool á Man.Utd var einstaklega sannfærandi og vill ég meina að við hefðum valtað yfir United, vegna þess að eftir 15-20mín komst United akkúrat ekkert áleiðis í leiknum og þó svo að við hefðum aðeins sigrað leikinn með 1 marki þá gefa þær tölur engan veginn rétta mynd af leiknum. Ætla svo að biðja þig um það í vetur að fylgjast með heimavallaárangri Sunderland, hann á eftir að verða nokkuð góður spái ég. Liverpool hefur mjög oft átt í erfiðleikum á Villa Park og varð engin undantekning á því nú fyrir skömmu. Ég er hinsvegar 110% sammála þér í því að gegn Standard Liege vorum við heppnir. En það er vonandi að þið United menn náið stigi á Brúnni í dag, enda eruð þið langt á eftir Liverpool í deildinni að í augnablikinu stafar engin ógn af ykkur fyrir toppliðin.
Misskilningurinn hjá þér felst í því að þegar ég talaði um Risann í síðasta pistli þá var ég að tala um (ef þú hefðir fylgst betur með) F.H.-inga í handboltanum því oft er talað um það lið í karlahandboltanum sem Risa.
Ævar, 21.9.2008 kl. 09:47
Og misskilningurinn virðist halda áfram. Í fyrsta lagi hef ég stutt Chelsea í um 30 ár. Og öðru lagi vissi ég fullvel að pistill þinn um Risann var um gengi FH í handboltanum, og var ég nú bara að skjóta á þig þar sem ég er Stjörnumaður.
En ég segi það enn og aftur, að væntingar stuðningsmanna Liverpool eru oft á tíðum í hróplegu ósamræmi við getu liðsins. Þessi athugasemd mín var ekki ætluð þér persónulega heldur mitt álit á stuðningsmönnum þessa, þó ágæta liðs.
PÍS.
Þráinn (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 10:59
Guðjón Arnar (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 23:21
Get tekið undir það að væntingarnar til Liverpool-liðsins séu oft á tíðum miklar. En það er samt búið að gefa okkur undir fótinn með væntingar undanfarin ár, s.s. sigur í meistaradeild og sigur í F.A.-cup og þá heldur maður að "næsta" gullöld sé framundan hjá liðinu en svo hikum við ekki við að tapa fyrir Birmingham heima t.d. eins og hefur nú gerst.
Nooohhh, það er bara bjart yfir Guðjóni ! Það sem ég óska þess heitt að þú elsku vinur lifir fljótlega góðu kynlífi með einhverri snótinni sem mun vonandi koma í veg fyrir þessar geðsveiflur þínar.
Ævar, 23.9.2008 kl. 06:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.