Þetta var víti

Skil ekki þá sem gagnrýndu þennan vítaspyrnudóm. Af hverju var ekki rétt að dæma víti á þetta ? Ef einhver getur svarað mér því þá skal ég hugsa málið.

Gerrard stekkur upp í boltann, og er á undan varnarmanni Madrid í boltann sem fór utan í Gerrard og Gerrard féll í teignum. Ég skal viðurkenna það að við fyrstu sýn leit þetta ekki þannig út, en eftir að hafa séð endursýningar af atvikinu sannfærðist ég um að rétt var að dæma brot á þetta. Þetta segi ég þó svo að einhver United-maður í settinu hjá stöð2sport hafi verið ósammála dómaranum.

Annars hef ég áhyggjur að getuleysi ýmissa manna í liðinu, s.s. Aurelio, Agger, Kuyt, Lucas og Keane. (Er í besta falli tilbúinn að gefa Agger og Lucas sjens en aðrir á þessum lista mættu fara fljótlega frá Anfield án þess að ég myndi gráta mig í svefn)


mbl.is Steven Gerrard: Þetta var vítaspyrna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

djöfull ertu blindur á þitt eigið lið, Gerrard er aumingi sem lætur sig detta og skammar aðra fyrir þetta í viðtölum = hræsnari......held að þú ættir að horfa á endursýninguna án þess að vera með liverpool gleraugun uppi og þú ættir að sjá þennan gæja selja sál sína í fyrstu sýningu.

Vilhjálmur (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 01:54

2 identicon

Sá þennan texta á öðru bloggi. Held ég geri bara hann að mínum eftir að hafa skoðað þetta nokkrum sinnum:

Ég er enginn sérstakur stuðningsmaður Liverpool. Mér fannst þetta rangur dómur í fyrstu en eftir að hafa skoðað þetta nokkrum sinnum er ég á því að dómurinn sé harður en ekki endilega rangur. Hef séð víti dæmt á minna en einnig sleppt á meira. Viðurkenni samt að Gerrard hefur nokkuð til síns máls um að sennilega hefði verið dæmt á þetta úti á vellinum. Þannig að sennilega er ekki hægt að gera athugasemdir við þetta, svona miðað við margt annað í leiknum. Svo býst ég við að þetta hafi bara verið sanngjörn úrslit. Liverpool sótti nánast allan seinni hálfleikinn og hafa sennilega átt skilið að minnsta kosti eitt stig úr leiknum.

H (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 08:52

3 identicon

harður dómur en ekki endilega rangur... sammála því... en eitt annað varðanmdi getuleysi leikmanna... þá finnst mér Kuyt vera ágætur á þessu tímabili miðað við í fyrra.. en er sammála þér með hina leikmennina... burt með þá...!!

Harpa (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 15:20

4 Smámynd: Bó

HAHAHAHAHAH!!!

Rífðu plankann úr auganu á þér maður.

Allir sem hafa skýra hugsun sjá og vita að þarna átti ekki að dæma víti. Þetta er líklega einn ósanngjarnasti vítaspyrnu dómur sem ég hef séð á ævi minni.

, 5.11.2008 kl. 20:01

5 identicon

Jæja drengir.  Þetta er EKKI rangur dómur en er frekar ódýrt víti.
Sér í lagi því að Gerrard er að skalla boltann til hliðar útúr vítateig

En.  Varnarmaður Atletico stekkur í síðuna á Gerrard (sem hann hefði betur átt að sleppa) og Gerrard getur nú lítið gert þá þarsem hann svífur í loftinu.

Harður dómur og ódýrt víti en klárt brot samt sem áður.

Sanngjörn úrslit samt sem áður.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 20:46

6 Smámynd: Ævar

Hún stendur ennþá eftir óhögguð spurningin fyrir þá sem gagnrýna dómgæsluna.

Af hverju var ekki rétt að dæma víti á þetta ? 

Ævar, 6.11.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband