Snjöll Ingibjörg Sólrún

Ég hef ekki hugmynd um hvar þetta endar eiginlega. Ég held að Ingibjörg Sólrún sé sá stjórnmálamaður sem fylgir hvað minnst sinni eigin sannfæringu. Þegar búið er að koma þeim skilaboðum áleiðis til kjararáðs um lækkun launa hjá ráðherrum og þingmönnum m.a. þá poppar utanríkisráðherrafrúin upp og ræður manneskju í ráðuneytið. Ástæðan.

„Ég taldi mjög mikilvægt að þessi skrifstofa yrði til og það fengist betra utanumhald um yfirstjórnina í ráðuneytinu af því að hún er svo góð vinkona mín" (feitletrunin eru mín orð) Umrædd kona er Kristín Árnadóttir sem er eflaust, eins og Birkir kom inn á, vænsta kona.

En þannig er það bara. Utanumhald um yfirstjórnina í ráðuneytinu blablabla þvílík hneisa. Þetta var hárrétt hjá Birki Jón að koma fram með og nauðsynlegt að svona mál fái að líta dagsljósið, því hver var það sem gaulaði mest, þegar verið var að kynna nýja sendiherra t.d. á vegum ráðuneytisins, á meðan samfylkingin var í stjórnarandstöðu. Jú, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Ég held að pólitískum ferli Ingibjargar ljúki snemma, hún verður í vinnu á alþingi næsta kjörtímabil en þá lýkur hún störfum. Hún hefur t.d. lagt á það mikinn þrýsting að Davíð fari úr seðlabankanum, reyndar ásamt 90% annarra ráðherra og þingmanna flokksins því sá banki sé rúin trausti. Hvernig væri nú fyrir hana að byrja bara á sínum efnahagsráðgjafa (eða a.m.k. þannig var hann kynntur á sínum tíma fyrir hönd flokksins) Jóni Sigurðssyni.

Um það leyti sem bankarnir okkar voru þjóðnýttir þá hafði Ingibjörg Sólrún mestar áhyggjur af því hvort þjóðin kæmist inn í Öryggisráð SÞ. Fólk var nokkuð bjartsýnt með árangur við inngöngu, og kosningastjóri framboðsins (sem væri gott að vita hvað hefði kostað okkur, þ.e. framboðið sjálft) var engin önnur en Kristín Árnadóttir. Úrslitin myndu ráðast á örfáum atkvæðum, en tilefni var þó til töluverðar bjartsýni. Til þess að hafa komist þar inn hefðum við þurft 128 atkvæði. Niðurstaðan. 87 atkvæði og hlegið var af okkur um víða veröld fyrir þennan rembing okkar, sem við vorum þó svo bjartsýn með.

Liverpool sigraði Marseille í gærkvöldi í grútleiðinlegum knattspyrnuleik 1-0 með marki frá Gerrard. Skyldusigur og komnir áfram upp úr riðlinum.


mbl.is Fetar í fótspor Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband