Búið

Þessu ríkisstjórnarsamstarfi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hlýtur að taka enda á allra næstu dögum. Það var í vetur sem Össur kom í pontu og gerði að gamni sínu þegar Framsókn og VG voru að munnhöggvast eitthvað í sölum alþingis. Núna hugsa ég að Össur ætti að einbeita sér að því (ef hann vill sem ég er reyndar ekki sannfærður um) að halda þessari sundurleitustu ríkisstjórn á minni stuttu ævi saman.

Í rauninni hefur það verið ótrúlegt að fylgjast með viðtölum við stjórnarliða undanfarið. Þar er hver höndin upp á móti annari, og hefur aðalumræðuefnið þar verið afar eldfimt, þ.e. setu Davíðs í seðlabankanum. Það er ekki öfundsvert hlutverk Geirs H. Haarde, hann þarf í fyrsta lagi að hafa hemil á yfirlýsingum ráðherra samfylkingarinnar í hans eigin ríkisstjórn, sem og þingmönnum þess flokks, og reyndar nokkrum þingmönnum síns eigin flokks sem liggur við að krafist hafa þess að Davíð stígi til hliðar.

Svo er Sjálfstæðismönnum mjög tíðrætt um það hversu óhræddir þeir eru við kosningar, en það auðvitað vita allir, sem augu og eyru hafa að það eru ósannindi. Þeir eru bókstaflega dauðskelkaðir við þá tilhugsun um að ganga til kosninga. Ég hugsa nú að kosningar séu í nánd, í þá síðasta lagi og væntanlega í vor, og í þeim kosningum munu Samfylking og VG sigra, og munu í framhaldinu mynda með sér ríkisstjórn. Geir Haarde segir þá af sér þingmennsku og Bjarni Ben verður kallaður til sem næsti formaður sjálfstæðisflokksins.

Það sem vekur einnig athygli er að Ingibjörg Sólrún sem þarf samt alltaf að koma því að hversu frábærlega gengur í þessu samstarfi gerir ekki minnstu tilraun til þess að tala um fyrir sínu fólki, m.t.t. fyrrgreinda yfirlýsinga þeirra um ágæti þessa samstarfs og þó sérstaklega yfirlýsingar þeirra um seðlabankastjóra.


mbl.is Gagnrýnir Björgvin og Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband