Hvar eru göngin Möller ?
21.10.2008 | 08:00
Hann var brattur með sig, frambjóðandinn Kristján Möller í aðdraganda síðustu alþingiskosninga. Hann gekk vasklega um götur og stræti húsavíkur og boðaði fagnaðarerindið. Framkvæmdir ættu að vera hafnar að göngum undir vaðlaheiði um næstu áramót (2007-8) og alls ekki nóg með það, heldur ættu þau að verða ferðalöngum gjaldfrjáls. Það var ekkert annað og maður uppveðraðist allur af þessum ummælum frambjóðandans.
Því næst var kosið og fékk samfylkingin í NA-kjördæmi rétt um 20% atkvæða og fóru því Einar Már og fyrrnefndur Kristján Lúðvík Möller inn á þing. Svo tóku við vangaveltur um það hverjir það yrðu, sem mynduðu ríkisstjórn og hvað gerðist, sjallarnir og samfylkingin, turnarnir tveir mynduðu með sér stjórnarsamstarf. Svo gerðist það einnig að Möller fékk ráðherrastól í hinni nýju ríkisstjórn. Hann fékk samgönguráðuneytið.
Ég fer nú býsna oft inn á akureyri og hef ekki ennþá séð svo mikið sem stunguspaða í kringum vaðlaheiðina og þvi spurning hvort Kristján Möller hafi nokkuð búist við því fyrirfram að fá ráðherrastól, og þaðan af síður samgönuráðuneytið.
Bílar teppa Víkurskarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það þarf enginn að vera hissa á þvi að víkurskarðið teppist af bílum föstum í ófærð,þjónustan á veginum er bara ekki betri en raun ber vitni.Það er t.d. þegar flutningabílarnir koma seint á kvöldin með vörurnar til íbúa landsbyggðarinnar,þá komast þeir ekki fyrir ófærð,er þetta ekki löngu úrelt.....fyrirbæri.
spói (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 08:27
Það er alltaf sama frekjan þarna fyrir norðan. Það er ekkert búið að ákveða að ráðast í álversbyggingu við Húsavík og liggur því ekkert á göngum undir Vaðlaheiði sem er ekki nema smá hæðardrag og engum vorkunn að þvælast þar í snjó fyrst fólk er á annað borð að búa utan Suð-vestur hornsins. Svo þarf að huga að forgangsröðun, umferð er margfalt meiri á Suðurlandi heldur en í sveitahéruðum norðanlands. Nú liggur mest á að fá göng á milli Hellu og Hvolsvallar og þótt fyrr hefði verið.
corvus corax, 21.10.2008 kl. 09:06
Þetta er nú ekki eina loforðið hjá samfylkingu sem að "gleymdist í stjórnasáttmálanum" þau eru mun fleiri. Hvar eru ókeypis námsbækur fyrir námsmenn. Hvert fór "Fagra ísland"? ég man nú ekki eftir fleiru í bili...
Hilmar Dúi Björgvinsson, 26.10.2008 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.