Borgarfulltrúi vill skýringar !

Það að borgarfulltrúi vilji fá frekari skýringar á einhverju er fyndið. Ég brosti hænislega þegar ég las þessa fyrirsögn "Gísli Marteinn: Vill frekari skýringar á Rússaláni"

Það hefði verið alveg sama hvaða borgarfulltrúi hefði viljað skýringar á þessu máli eða öðrum málum, mér hefði einnig þótt það fyndið.

Eftir fáránleikann í kringum allt þetta kjörtímabil í höfuðborg landsins þá skýtur borgarfulltrúi upp kollinum og óskar eftir skýringum á þessu hugsanlega rússaláni. Gísli Marteinn ætti heldur að reyna að koma lagi á þær rústir sem borgarstjórnaflokkur sjálfstæðisflokksins er og aðrir oddvitar annarra flokka ættu að gera slíkt hið sama.

En úr því að sá borgarfulltrúi sem óskar eftir frekari er sjálfstæðismaður væri nær fyrir hann að óska eftir frekari skýringum á orðum Kjartans Gunnarssonar t.d. um ræðu hans á fundi með öðrum sjálfstæðismönnum, þar sem Kjartan á að hafa beint vel ydduðum spjótum sínum að leiðtoga flokksins, Davíð Oddssyni. Þannig að fyrirsögnin hefði átt að vera "Gísli Marteinn: Vill frekari skýringar á ræðu Kjartans Gunnarssonar"

En þegar öllu er reyndar svo á botninn hvolft þá tek ég undir það með borgarfulltrúanum Gísla Marteini að það verður forvitnilegt að sjá hvað rússarnir hafa að bjóða okkur, því ég tel að rússarnir eru ekki að þessu bara til þess að vera svona ofboðslega vingjarnlegir og frábærir vinir okkar.

En ég held að þeir sem eigi að óska eftir frekari skýringum á svona málum, líkt og Gísli Marteinn gerir, sé fólk í þjóðfélaginu sem þjóðin ber traust til en því miður fyrir Gísla Martein, sem og aðra borgarfulltrúa þá þarfnast ráðhús reykjavíkur nýrra starfsmanna í borgarfulltrúastöðurnar.


mbl.is Gísli Marteinn: Vill frekari skýringar á Rússaláni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband