Risinn er vaknaður
18.9.2008 | 22:14
Glæsileg byrjun F.H.-inga í N1 deildinni í kvöld. Það yrði óskandi að þetta stórveldi í íslenskum handknattleik næði sér á strik á ný. Þegar ég fylgdist sem mest með handboltanum þá voru F.H.-ingar þeir allra allra bestu, þetta var í kringum 1990. F.H.-ingar eiga t.d. besta byrjunarlið í íslenskum handknattleik frá upphafi en liðið var skipað þeim Bergsveini Bergsveinssyni í markinu, á línu var Þorgils Óttar Matthiesen (Halfdán Þórðarson bakkaði hann svo upp), vinstra horn Gunnar Beinteinsson, hægra horn Sigurður Sveinsson, vinstri skytta Hans Guðmundsson, hægri skytta Kristján Arason og leikstjórnandi liðsins var svo Guðjón Árnason.
Þetta byrjunarlið upp á sitt besta var óstöðvandi og man ég sérstaklega vel eftir rimmum liðsins við Selfyssinga sem voru þá með mjög gott lið, en að sjálfsögðu "keypt" lið. Þar voru nöfn eins og Sigurður Valur Sveinsson, Einar Gunnar Sigursson, bræðurnir Gústaf og Sigurjón Bjarnasynir, Sigmar Þröstur og fleiri mætti telja sem ég man ekki eftir í augnablikinu. Rimmunni lauk held ég 4-3, hafnarfjarðastórveldinu að sjálfsögðu í hag.
Svo datt botninn töluvert úr þessu hjá F.H.-ingum. Fengum reyndar S-Kóreskan markvörð sem stóð sig vel með liðinu, eftir smá byrjunarörðuleika en þeir fjarlægðust toppbaráttuna fljótt sem endaði svo með þvi að þeir féllu um deild.
En sumsagt, núna komnir í deildina þar sem þeir eiga að vera, í deild þeirra bestu og í mínum villtustu draumum standa þeir uppi sem íslandsmeistarar innan 3ja ára.
Frábær endasprettur FH á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
já ég man þessa stráka, þetta voru rosalega góðir drengir og hálfgert gullaldarlið. Allt gæjar sem náðu langt og eru margir enn að vasast í kringum handboltann og íþróttirnar.
Svo skiluðum við Framarar einum til baka, Hjörtur Hinriks er þarna hjá FH
og á væntanlega eftir að setja mark sitt á leikina. Hann er feikna sterkur
og einnig helvíti skemmtilegur.
Börkur (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 22:38
Hjörtur er víst frambærilegur hnefaleikamaður einnig.
Garðar (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.