Held áfram með þetta eitthvað

093breytt.jpgÁ meðan á dvöl minni stóð í póllandinu (70 dagar góðan dag) þá náði ég einungis að fylgjast með fréttum á þeim stórgóðu sjónvarpsstöðvum BBC World og Euronews, þ.e. á tungumáli sem ég á a.m.k. auðeldara með að skilja en pólsku. En auðvitað var ég ekki umsjónarmaður fjarstýringarinnar á heimili okkar í póllandi og þurfti ég langflesta daga að fylgjast með pólskum fréttum á pólsku. Það reyndar síaðist inn hjá mér pólskan, og eftir þennan tíma þarna kom ég heim, ósigrandi að mér finnst í pólsku og gæti m.a. held ég reddað mér nokkuð örugglega, ef ég t.a.m. færi á fyllerí í kvöld og vaknaði upp í Varsjá á morgun.

En já, í tilefni að því að ég komst heim allsgáður og töluvert brúnni, grennri, skemmtilegri og betri maður þá hef ég óvenjumikið fylgst með fréttum síðan ég lenti á klakanum.

Skrýtið samt að horfa á fréttir núna frá íslandi, m.v. það sem áður var. Nú skulda einhver kennitölufélög tugi, ef ekki hundruði millJARÐA og krónan veikist um u.þ.b. 1,5% á dag undanfarna daga. Árni Matthiesen, okkar viðkunnanlegi og óspillti fjármálaráðherra ræðst gegn ljósmæðrum og stefnir þeim, á meðan að 97% þjóðarinnar stendur þéttingsfast við bak þeirra í þeirri kjarabaráttu sem þær standa í. Jónas Haralz (vona að þetta sé rétt skrifað), níræður fyrrv. bankastjóri landsbankans er orðinn gáfaðasti maður í heimi eftir að hafa komið fram hjá Agli. Morðóður útlendingur fær sér einn öllara í leifsstöð áður en hann flýgur til London, og kemst þ.a.l. gegnum öryggishlið Jóhanns Benediktssonar. Það tókst honum vegna þess að Jóhann og hans lærisveinar  (tæplega 60 þjónar) ruddust inn á hælisleitendur og tóku vegabréfin þeirra og peninga. Árni Johnsen færir "næstum því" gjaldþrota bónda vélina sína einn daginn, sem bóndinn hafði áður misst vegna peningaleysis. Næsta dag kærir hann svo Agnesi Bragadóttur fyrir ærumeiðingar og svo þarnæsta dag dregur hann kæruna til baka. Allir hundfúlir út í einu hænuna í ríkisstjórninni, ÞKG vegna þess að hún fór 2 ferðir til Kína til að horfa á ólympíuleikanna, en ætlar svo ekki að fara núna á sama stað til þess að fylgjast með fötluðum íþróttamönnum okkar.

Stærsta fréttin hinsvegar hingað til, síðan ég kom á klakann aftur, var þegar einn félagi minn sagði mér að Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður frjálslynda flokksins ætlar að fara í bókaútgáfu. Bókin semsagt á að snúast um innflytjendur og við erum að tala um 400 síðna bók hjá Magnúsi. Fjögur hundruð blaðsíður um innflytjendur, skrifaðar af Magnúsi Þór ! Nú hef ég aldrei, og get lofað því hérna núna, og mun aldrei kjósa þann stjórnmálaflokk sem Magnús Þór vinnur fyrir, en engu að síður ætla ég að lesa bókina. Ég spái því, og vona það í leiðinni, að þegar Magnús gefur þessa bók út, þá verði endanlega úti um stjórnmálaferil hans, sem er auðvitað löngu orðið tímabært reyndar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að sjá þig á blogg-vettvangi aftur. Það er verulega nauðsynlegt að þú sért þar áfram. Pistill þinn í minningu ömmu þinnar, einn og sér, réttlætir þá kröfu félaga þinna og vina (og annarra ef út í það er farið)  um að þú haldir áfram bloggi þínu. 

Einungis, innilegar haminguóskir og bæn um haminguríkt hjónaband.

Óskar (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 22:59

2 identicon

ohhhh getur ekki ímyndað þér hvað ég er ánægð núna....hélt bara að þú værir alveg hættur...:( Pabbi sagðist hafa séð þig um daginn...en hann vildi ekki fara ofan í Olís fyrir mig og spurja þið hvort þú værir hættur að blogga!!...skrítið:)

æðisleg mynd af ykkur:)

TIL HAMINGJU....gifti kall:)hehe

knús frá Taiwan

Tinna (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 09:31

3 identicon

Hæ gullið mitt:)

Ég er enn að bíða eftir myndunum.... knús og kossar:)

Þórdís Dögg (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 19:35

4 identicon

Heyrðu vinur... fyrst þegar ég sá myndina fór ég að velta fyrir mér, hvaða lið er þetta á myndinni... hélt fyrst að þetta væru kannski eitthver mynd síðan 1800.... svo kannst mér kallinn eitthvað kunnulegur...  er barnauppeldið farið að setja eitthverjar hrukkur á andlitið hjá vini mínum sem var svo fitt og flottur síðast þegar ég sá hann...

Kristján J (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 20:41

5 identicon

Heyrðu félagi... ég gleymdi að commanta á skrif þín... kannski ættir þú að fara út til póllands á hverju ári...

Við erum nefnilega sammála í stjórnmálum... allaveganna hvað varðar frálslyndaflokkinn og skrípaleikinn í kringum Magnús.... í Sumar þegar þú varst í pílagrímaferð þinni í póllandi gaf XF á Akranesi út 4 blaðsíðna blað... á forsíðu var stór mynd af Magnúsi (svolítið eins og veggmynd frá Sovétríkjunum) á bls.2 var mynd af Magnúsi og grein eftir hann, það sama má segja um bls.3 og á baksíðunni var mynd af manninum. útgefandi og ábyrðarmaður var einnig Magnús...

 Svo má s.s. taka annan apa úr þessum flokki til sérstakrar umfjöllunnar. það er þingmaðurinn Jón Magnússon... gaman að heyra skoðun þína á honum...

Kristján J (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 21:18

6 identicon

Þakkir til ykkar allra börnin mín fyrir fallegar kveðjur :)

Verð nú samt að segja að það hefði verið mjög fyndið ef að Tóti hefði komið í vinnuna til mín og spurt mig hvort ég væri hættur að blogga ! hehe

Myndir koma fljótlega, lofa því en vek athygli á að "fljótlega" getur verið teygjanlegt :) en neinei, þær koma fljótlega :)

Þetta eru ekki hrukkur á mér Kristján. Þú ert að rugla þeim saman við krúttulegu spékopana á mér ! En já, Jón Magnússon þarf lífsnauðsynlega að ræða einnig.

Ævar Þ. (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband