Farinn

...eins og flestir vita er eg mjög nyjungagjarn og hef tekið akvörðun.

Eftir að hafa rennt yfir nokkur bloggin herna a moggablogginu og seð hvað margir eru að gagnryna ritskoðunarstefnu mbl.is hef eg sumsagt tekið þa akvörðun að færa mig um set. Ekki það að þetta trufli mig beint, enda er eg alltaf sammala Davið, heldur snyst þetta miklu frekar um það hversu hrikalega ahrifagjarn ungur maður eg er.

Allt byrjaði þetta með drepleiðinlegum skrifum minum a folk.is, þvi næst fekk blog.central draslið að finna fyrir þvi hja mer. Eftir það la leiðin aðeins a blogspot, en staldraði stutt við þar þvi bloggar.is tok fagnandi a moti mer. Svo fekk eg leið a þvi og dreif mig a 123.is. Svo leiddist mer þar, eða rettara sagt askriftin rann ut og eg nennti ekki að troða einhverjum myndum þar inn i þeim mæli sem flestir gera, þannig að blog.is varð fyrir valinu, þannig að stora frettin er sumsagt þessi...daddarara - Nyja siðan, sem allir, ungir sem gamlir hafa beðið eftir er þessi

http://www.aevar.wordpress.com

 


Hugvekja

Sorry, langt um liðið.

Hvernig byrjaði þetta ar ?

Ju, með fyrsta januar. Þa borðaði eg örugglega hangikjet (sem eg man ekki eftir) og það var fint.

Svo kom februar og þa varð eg 26 ara og jafn glæsilegur og aður.

Mars. Ja þa varð Gauji 26 ara lika og það var fint.

April. Það var fint lika. Það var eiginlega rosalega gaman. Þa fæddist Maria. Þa varð eg faðir. Eg var auðvitað faðir aður, en svona fosturfaðir (þo eg kynni mig sem faðir alltaf enda er Alicja jafn mikil dottir min og Maria). En ja, eg varð pabbi. Það var rosa flott.

Mai. Þa foru Ania og dætur minar burt fra Islandi til Pollands (hei, þið fordomafullu, þa lanaðu þær okkur 200 milljonir dollara(eða svona polska rikið)). Eg beið fram til 22.juni að mig minnir, þa for eg ut og hitti tær, tað voru miklir fagnaðarfundir.

Juni. Þa for eg i endalaust marga göngutura. Svo borðaði eg mjög mikið af kjukling.

Juli. Þa for eg i endalaust marga göngutura. Svo borðaði eg mjög mikið af kjukling.

Agust. Þa gerðist það. Gauji kom, mamma og pabbi komu ut. Eg for i endalaust marga göngutura. Svo borðaði eg mjög mikið af kjukling. Svo gifti eg mig. Það var fint, enda um að ræða einstaklega frabæra mömmu barnanna minna.

September. Þa kom eg heim, eða rett aður en September byrjaði. Þa for eg að vinna.

Oktober. Þa for islenska rikið a hausinn, en alþjoðagjaldeyrissjoðurinn kom okkur til bjargar.

November. Hann var leiðinlegur að stærstum hluta. Maria fekk sina fyrstu tönn og það var skemmtilegt.

Desember. Það var fint. Hann var skemmtilegur. Hamborgarahryggurinn var perfect hja karluglunni.

Þa er það buið.

Bless bless og gleðilegt nytt ar.

Bless bless


Undirbúningur

Þá er undirbúningur jólanna í hæstu hæðum hérna í laugarholtinu. Ég, karlmaðurinn á heimilinu, að ógleymdu húsbóndinn einnig, hef bakað tvær af þeim fimm sortum sem ég tek fyrir þessi jólin. Spesíurnar klárar og svo var ég að klára við kókoshringin rosalegu. Restin af fjölskyldumeðlimum hefur séð til þess að koma upp jólaseríum víðsvegar um heimilið. Ég reyndar byrjaði að reyna að troða seríum í glugga eldri dótturinnar með vægast sagt hörmulegum afleiðingum. Ég kastaði þeim frá mér og fól frúnni að koma þeim upp, sem tók hana u.þ.b. 10mín, en áður hafði ég móast í þeim í að verða klukkutíma. Eftir að uppsetningu á seríum í gluggum var lokið þá var snúið sér að jólatrénu. Eldri dóttirin móaðist heilmikið í sitthvoru foreldrinu um að fá að skella jólatrénu upp og skreyta það, og lék þann leik að spyrja móður sína fyrst, sem neitaði henni um þessa ósk hennar. Þá var hálmstráið það að koma til mín, og ekki sá ég eitthvað athugavert við það og var það niðurstaðan og vorum við alveg óskaplega hamingjusöm fjölskylda að skreyta jólatréð. Hérna einmitt gefur að líta mynd af Alicju eftir að verkinu lauk.img_1305breytt.jpg

En já, önnur jólin mín framundan þar sem ég mun verða fjarri hreiðurs foreldra minna. Í fyrra gekk það líka ljómandi vel, eldaði þá gríðar ljúffenga bayonesskinku sem vakti heldur betur kátínu á meðal þeirra mæðgna. Í ár hef ég ekki tekið endanlega ákvörðun um það sem á boðstólnum verður, en þó hef ég ákveðið að bjóða upp á kalt hangikjöt og uppstúf og meððí á jóladag. Djöfull sem það er gott með laufabrauði, grænum baunum og rauðkáli, helst það miklu rauðkáli að þegar maður svona ropar "í hljóði" eftir matinn þá fær maður svona rauðkálsbragð í munninn. Mér þykir líklegt að ég bjóði fjölskyldunni upp á hamborgarahrygg á aðfangadag, með einhverjum svona flottum gljáa utan á sér.

Ég hef einmitt engar jólagjafir keypt þetta seasonið. Það pirrar mig svolítið en ég sé fram á að kaupa uppundir 10 gjafir handa vinum og vandamönnum + það sem við sendum svo út.

Það er reyndar eitt varðandi baksturinn, það er að frúin hefur sýnt þessum mikla áhuga mínum fyrir framan KitchenAid hrærivélina takmarkaðan gaum. Ég er alltaf að hvetja hana til þess að vera með mér að baka á meðan við raulum White Christmas t.d. en allt kemur fyrir ekki, hún kannski smellir einu eggi ofan í vélina og þar við situr. Svo þegar afraksturinn er komin á borðið, og smakkað þá brjótast út heilmikil fagnaðarlæti og allt ætlar stundum um koll að keyra. Hún sprangar um undirhökuna mína af dálæti yfir bakstrinum, því hún jafnvel veit að ég er frekar einfaldur og held þess vegna bara áfram að baka. Ég reyndar á bágt með gagnrýni, veit ekki alveg hvernig ég tæki því ef hún færi að tala um of mikinn sykur, eða of mikið hitt í uppskriftinni, þannig að það er bara fínt að hún "þykist" þá bara með þetta.

Ég var t.d. rétt í þessu að klára að baka kókoshringina og til þess að hafa það á kristaltæru, þá eru þetta bestu smákökurnar sem ég hef búið til. Stærsti kosturinn við þessar smákökur er það hversu einfaldar þær eru. Það reyndar kemur ekki að sök, því eins og fram hefur komið, er áhugi frúnnar takmarkaður og því get ég látið undirbúningin að bakstrinum líta út eins og um undirbúning að geimskoti væri að ræða og fæ ég því klapp á bakið.

En já, María vex og dafnar nokkuð vel. Hún er farin að borða eins og enginn sé morgundagurinn og hefur það væntanlega frá karli föður sínum, sem er gott. Hérna er svo mynd af henni í baði og ólíkt karli föður sínum, er hún ekkert vatnshrædd sem er einnig gott.img_1283breytt.jpg

Ég nubblega hef tvisvar sinnum verið nær dauða en lífi þegar kemur að vatni. Í fyrra skiptið var þegar ég hafði það náðugt í sundkennslu hérna forðum daga, og var í frjálsum tíma og hafði tekið mér kork undir hálsinn (hvernig er það samt hægt?) og dólaði mér með lokuð augun þangað til ég skall illilega á sundlaugarbakkanum með þeim afleiðingum næstum því að ég týndi lífinu(mér fannst það a.m.k. þá). Í seinna skiptið var það tæpum 20 árum seinna, þegar ég var staddur í heimsókn hjá Jóni Borgari og Erlu Sig, sem þá bjuggu í Kristiansand, þar sem við vorum stödd við strönd eina þar í bæ, og við syntum út á einhvern bevítans planka sem allir fóru. Ég misreiknaði vegalengdina og hélt að þetta væri bara grunnt alla leið neinei, það var nú aldeilis ekki raunin. Ég er komin rétt um helming leiðarinnar og taldi rétt að hvíla lúin bein og ætla mér að styðja mig við botninn sem var þá bara ekkert þarna, heldur miklu miklu neðar og þarna var ég, við dauðans dyr í leit að Hasselhoff og Pamelu en engan slíka var að finna þarna (sem er auðvitað glórulaust því ég er viss um að fjöldi fólks hefur týnt lífi sínu þarna á þessum stórhættulega stað) en þetta endaði með því að Jón Borgar tók baksundið á þetta og bjargaði lífi mínu þarna á örskotsstundu.

 


Spesíurnar klárar

Þá er maður búinn að hnoða í Spesíurnar sem fá að bíða í kæli yfir nóttina. Almenn ánægja er á heimilinu með baksturshneigð mína, enda kemur hún öllum vel.

Annars var ég svo stálheppinn að fá um daginn alla Dagvaktina inn á flakkarann minn (sem btw er jafn nauðsynlegt að eiga og sólin er fyrir gróðurinn). Ég verð að segja að þessi sería er vægast sagt léleg, a.m.k. hvernig var búið að tala þetta rusl upp. Það eru nokkur atriði í 11 þáttum sem í besta falli er hægt að brosa útaf. Þannig að vonbrigðin voru mikil, því ég lagði töluverða vinnu á mig við að horfa á þetta, það fóru tvær nætur í röð í þetta ónauðsynlega sjónvarpsgláp. Þetta virðist vera vandi margra sem framleiða eða leikstýra íslenskum þáttum/bíómyndum. Byrjunin lofar góðu oft á tíðum en svo hríðfellur botninn úr því svona í kringum "hálfleik".

Já, annað, yfir dagvaktarglápinu mínu innbyrti ég óhemju mikið af laufabrauði. Ég komst að því núna í dag, og lítur allt út fyrir það að ég þurfi að stóla á Jón Ásgeir vin minn með að útvega mér 30-40 kökur til viðbótar. Lagerstaðan af kökunum hefur sumsagt rýrnað um rúmlega 50% á örfáum dögum.

María litla er farin að taka tennur. Það er fínt, hún finnur varla fyrir því, enda hefur hún augljóslega IMG_1208brettsársaukaþolið frá karli föður sínum, en hann er einkar harður nagli sem kallar ekki allt ömmu sína. María tók þann pól reyndar í hæðinni fljótlega eftir að við komum að utan, að taka bara daginn snemma. Það er auðvitað margt jákvætt við það, við náum t.d. fréttatímum og veðurfréttum á undan sennilega flestum öðrum. Stundum meira að segja getum við hlustað á 1 dags gamla þætti á bylgjunni, einmitt á bylgjunni. Þannig að maður er farinn að haga sér líkt og um áttrætt gamalmenni væri að ræða, farinn í rúmið (utan við þetta heimskulega dagvaktarmaraþon) eftir 22-fréttir. Það er fínt þegar maður hefur vanist því.

Þar sem ég er með tölvuna, sé ég út á pallinn hjá mér og fyrir u.þ.b. 2 vikum síðan féll gamla kolagrillið mitt með miklum tilþrifum í vonskuveðri hérna á víkinni. Þeir sem búa annarsstaðar (lesist Reykjavík) vita ekki hvernig vonskuveður er á húsavík. En grillið féll með þeim afleiðingum að tæp kíló af kolum féllu úr grillinu og liggja svona í og við grillið. Ég ætlaði mér alltaf í næsta logni að taka kolin og þrífa í kringum grillið en framtakssemin hjá manni er slík að ég glápi núna á kolin sem mér sýnist hafa það bara nokkuð gott þarna.

En jæja, restin af fjölskyldumeðlimum líklega á leiðinni heim og best að skella fiskréttnum í ofninn.


LFC aldrei englandsmeistari undir stjórn Benitez

Jæja.

Í kvöld kom stórlið West Ham í heimsókn á Anfield. Til að gera langa sögu stutta, (sem ég reyndar kem aðeins inn á seinna) þá urðu úrslit leiksins 0-0 í hreint út sagt hörmulega leiðinlegum knattspyrnuleik.

Ég fullyrði það að Rafael Benitez mun aldrei fagna englandsmeistaratitli með Liverpool a.m.k. Ástæðurnar eru fjölmargar en þær helstu eru þessar

a) Það er engu líkara en að liðið æfi ekkert á milli leikja. Tilviljunarkenndur sóknarleikur þeirra er í besta falli vandræðalegur og í versta falli ömurlegur.

b) Skiptingarnar hjá honum koma manni meira á óvart en ef ég sæji geimskip lenda hérna í garðinum hjá mér. Dirk Kuyt, það að Dirk Kuyt skuli fá að böðlast þetta endalaust, án þess að geta ekki neitt er farið að verða mjög óþolandi. Hann hleypur og hleypur og hleypur (það virðist nægja fullt fullt af stuðningsmönnum) en ekkert kemur út úr því. Hann skorar örfá mörk og menn byrja bara óhikað að fróa sér yfir því hversu góður hann er. Það væri mjög forvitnilegt (nenni því ekki núna) að komast að því hversu margar mínútur þessi leikmaður spilar. Ég held reyndar að aðdáun margra á honum núna sé svolítið misskilin. Hann var náttúrulega ævintýralega lélegur á síðasta tímabili þrátt fyrir að fá endalausa sjensa, en hefur byrjað tímabilið núna örlítið betur og þá hlaupa menn til og dást að þessum leikmanni.

c) Robbie Keane. Eins og allir vita var Keane keyptur í einhverri fljótfærni vegna Barry-málsins í sumar. Það voru reiddar fram á borðið rúmlega 20 milljónir punda fyrir þennan fyrrverandi leikmann Coventry, Wolves, Inter, Leeds og Tottenham, þar sem hann var síðast. Enda þegar ég sá uppstillinguna á liðinu, framherjar í leiknum Keane og Kuyt varð ég álíka spenntur og þegar ég festi bílinn minn í dag.

Þrátt fyrir að vera efstir í deildinni sem stendur, mun það ekki vara lengi og fljótlega munu hákarlarnir (United og Chelsea) sigla framhjá okkur. Af 9 "auðveldum" stigum, þá höfum við fengið 3 stig (Stoke - Fulham - West Ham) og þegar það gerist, þá geta menn ekki krafist titils.

Ég veit ekki hvern á að kalla til sem eftirmann Benitez (þó ég geri mér grein fyrir því að ég er nú sennilega í minnihluta með þessa skoðun mína(a.m.k. ennþá)) en það eru flinkir stjórar þarna sem væru eflaust tilbúnir til þess að svara kalli Liverpool F.C.


mbl.is Liverpool á toppinn þrátt fyrir markalaust jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjöll Ingibjörg Sólrún

Ég hef ekki hugmynd um hvar þetta endar eiginlega. Ég held að Ingibjörg Sólrún sé sá stjórnmálamaður sem fylgir hvað minnst sinni eigin sannfæringu. Þegar búið er að koma þeim skilaboðum áleiðis til kjararáðs um lækkun launa hjá ráðherrum og þingmönnum m.a. þá poppar utanríkisráðherrafrúin upp og ræður manneskju í ráðuneytið. Ástæðan.

„Ég taldi mjög mikilvægt að þessi skrifstofa yrði til og það fengist betra utanumhald um yfirstjórnina í ráðuneytinu af því að hún er svo góð vinkona mín" (feitletrunin eru mín orð) Umrædd kona er Kristín Árnadóttir sem er eflaust, eins og Birkir kom inn á, vænsta kona.

En þannig er það bara. Utanumhald um yfirstjórnina í ráðuneytinu blablabla þvílík hneisa. Þetta var hárrétt hjá Birki Jón að koma fram með og nauðsynlegt að svona mál fái að líta dagsljósið, því hver var það sem gaulaði mest, þegar verið var að kynna nýja sendiherra t.d. á vegum ráðuneytisins, á meðan samfylkingin var í stjórnarandstöðu. Jú, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Ég held að pólitískum ferli Ingibjargar ljúki snemma, hún verður í vinnu á alþingi næsta kjörtímabil en þá lýkur hún störfum. Hún hefur t.d. lagt á það mikinn þrýsting að Davíð fari úr seðlabankanum, reyndar ásamt 90% annarra ráðherra og þingmanna flokksins því sá banki sé rúin trausti. Hvernig væri nú fyrir hana að byrja bara á sínum efnahagsráðgjafa (eða a.m.k. þannig var hann kynntur á sínum tíma fyrir hönd flokksins) Jóni Sigurðssyni.

Um það leyti sem bankarnir okkar voru þjóðnýttir þá hafði Ingibjörg Sólrún mestar áhyggjur af því hvort þjóðin kæmist inn í Öryggisráð SÞ. Fólk var nokkuð bjartsýnt með árangur við inngöngu, og kosningastjóri framboðsins (sem væri gott að vita hvað hefði kostað okkur, þ.e. framboðið sjálft) var engin önnur en Kristín Árnadóttir. Úrslitin myndu ráðast á örfáum atkvæðum, en tilefni var þó til töluverðar bjartsýni. Til þess að hafa komist þar inn hefðum við þurft 128 atkvæði. Niðurstaðan. 87 atkvæði og hlegið var af okkur um víða veröld fyrir þennan rembing okkar, sem við vorum þó svo bjartsýn með.

Liverpool sigraði Marseille í gærkvöldi í grútleiðinlegum knattspyrnuleik 1-0 með marki frá Gerrard. Skyldusigur og komnir áfram upp úr riðlinum.


mbl.is Fetar í fótspor Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búið

Þessu ríkisstjórnarsamstarfi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hlýtur að taka enda á allra næstu dögum. Það var í vetur sem Össur kom í pontu og gerði að gamni sínu þegar Framsókn og VG voru að munnhöggvast eitthvað í sölum alþingis. Núna hugsa ég að Össur ætti að einbeita sér að því (ef hann vill sem ég er reyndar ekki sannfærður um) að halda þessari sundurleitustu ríkisstjórn á minni stuttu ævi saman.

Í rauninni hefur það verið ótrúlegt að fylgjast með viðtölum við stjórnarliða undanfarið. Þar er hver höndin upp á móti annari, og hefur aðalumræðuefnið þar verið afar eldfimt, þ.e. setu Davíðs í seðlabankanum. Það er ekki öfundsvert hlutverk Geirs H. Haarde, hann þarf í fyrsta lagi að hafa hemil á yfirlýsingum ráðherra samfylkingarinnar í hans eigin ríkisstjórn, sem og þingmönnum þess flokks, og reyndar nokkrum þingmönnum síns eigin flokks sem liggur við að krafist hafa þess að Davíð stígi til hliðar.

Svo er Sjálfstæðismönnum mjög tíðrætt um það hversu óhræddir þeir eru við kosningar, en það auðvitað vita allir, sem augu og eyru hafa að það eru ósannindi. Þeir eru bókstaflega dauðskelkaðir við þá tilhugsun um að ganga til kosninga. Ég hugsa nú að kosningar séu í nánd, í þá síðasta lagi og væntanlega í vor, og í þeim kosningum munu Samfylking og VG sigra, og munu í framhaldinu mynda með sér ríkisstjórn. Geir Haarde segir þá af sér þingmennsku og Bjarni Ben verður kallaður til sem næsti formaður sjálfstæðisflokksins.

Það sem vekur einnig athygli er að Ingibjörg Sólrún sem þarf samt alltaf að koma því að hversu frábærlega gengur í þessu samstarfi gerir ekki minnstu tilraun til þess að tala um fyrir sínu fólki, m.t.t. fyrrgreinda yfirlýsinga þeirra um ágæti þessa samstarfs og þó sérstaklega yfirlýsingar þeirra um seðlabankastjóra.


mbl.is Gagnrýnir Björgvin og Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forvitnilegt

Var að sjá það í fréttum að Evander Holyfield (sá sem Tyson beit eyrað af) ætlar sér að verða elsti41Nikolai_Valuev_WBA_scariest_boxer meistari í boxi (eflaust í þungavigt).

Hann ætlar sér sumsagt að mæta rússa í lokaleik sínum. Ég ætla að spá rússanum mjög sannfærandi sigri í þessum slag enda rússinn enginn smásmíði, auk þess að vera 11 árum yngri en hinn 46 ára gamli Holyfield.

Annars er frekar lítið að frétta. Jólahátíðin handan hornsins og Alicja strax byrjuð að ákveða hvað hún ætlar að gefa jólasveinunum að gjöf þegar þeir einmitt birtast með sínar gjafir í skófatnað barnanna. Alicja nefndi einmitt við mig í dag að hún hafi séð Grýlu. Hún hafi verið í Kaskó.

Það er auðvitað ekki hægt að komast hjá því að fylgjast með fréttum í dag af hörmulegri stöðu íslands.

Ég held, eftir að hafa hlustað á pólitíkusa, embættismenn og aðra áhrifamenn í íslenskri pólitík og viðskiptalífi að það sé alveg óhætt að byggja fangelsi og senda stóran part af þeim þangað inn. Það virðist akkúrat enginn bera nokkra einustu ábyrgð.

Svo eru Guðni og Bjarni báðir búnir að segja af sér þingmennsku fyrir framsókn. Ég held að þetta sé ákaflega gott fyrir flokkinn. Nú þarf Valgerður að hugsa sinn gang til þess að flokkurinn fái þá endurnýjun sem hann þarfnast vegna þess að frúin frá Lómatjörn spilaði heldur betur stóra rullu í útrásinni. 

Svo hefur Árni M. Matthiesen íhugað afsögn en taldi ekki þörf á því. Hann einmitt, ásamt ráðuneytisstjóra held ég, Baldri Guðlaugssyni sátu fund með Allistair Darling örfáum dögum áður en Landsbankinn var tekinn yfir af ríkinu. Á milli þess seldi Baldur bréf sem hann átti í bankanum. Árni svaraði því til að hann vissi ekki að Baldur hafi átt þessi bréf. Þetta eru frábærar fréttir og mikill léttir að fá þetta á hreint, enda trúum við þessu alveg. 


Þetta er miklu betra

Þá er komið að því ! Reykjavíkurborg ætlar sekta þá aðila sem leyfa sér að keyra um götur þessarar ofmetnu höfuðborgar á nagladekkjum. Heilsársdekk og þá svona loftbóludekk verða málið í borginni.

Það hlýtur bara að hafa verið einhver sjallapésinn sem mælti fyrir þessari tilllögu og Óskar Bergs þá slummað hann í leiðinni um leið og hann samþykkti þetta fyrir sitt leyti.

Hvað á maður þá að gera, svona landsbyggðarrotta sem jafnvel stingur upp á því við fjölskylduna að bruna suður á bóginn á Honduni sinni ? Eiga það á hættu að verða stöðvaður vegna nagladekkjanna eða nægir að útskýra fyrir laganna vörðum að maður sé nú bara í svona helgarheimsókn, skreppa í keilu og bíó og svona hluti sem sveitalarfar af landsbyggðinni gera þegar þeir heiðra borgarbúa með nærveru sinni.

Svo er auðvitað Bjarni Harðar hættur á þingi, sagði af sér vegna árása á Valgerði Sverrisdóttir. Fylgdist með málum áður en hann sagði af sér, en þó eftir að þetta frægasta email á íslandi var sent til fjölmiðla landsins og þó víðar væri leitað, og fylgdist með þessu þangað til hann tilkynnti svo um afsögn sína. Eftir að bréfið komst í hendurnar á fjölmiðlum og var gert opinbert hópaðist fólk inn á heimasíðu Bjarna og lét þar gammin geysa svo um munaði og skilaboðin voru skýr, afsögn.

Svo eftir að hafa sagt af sér þingmennsku, þá koma margir hverjir þeir sömu og kröfðust afsagnar Bjarna, og töluðu um mann með meiru o.s.frv. Sumsagt rosalega meyrir eitthvað. Ég að vísu var ánægður með afsögn Bjarna, honum ekki stætt á að vera lengur hluti af pínulitlum þingflokki framsóknarflokksins. Ég væri auk þess tilbúinn að sættast á að forystumenn flokksins hyrfu einnig af hinu háa alþingi, þau Guðni og Valgerður, þau nefninlega eru mjög slæm ímynd flokksins út á við og gera flokknum ekkert gott með setu sinni á þingi.

Ég t.d. man eftir því, 2-3 dögum eftir að Glitnir var þjóðnýttur þá var áðurnefndur Bjarni Harðarson í umræðum á alþingi (geri mér reyndar grein fyrir að dagskrárliðir eru ákveðnir með fyrirvara og því ekki við Bjarna eða aðra sem létu sér þetta mál varða að sakast) og snerust þær umræður um geitastofninn á íslandi, það væru blikur á lofti varðandi fækkun geita á landinu. Bjarni var augljóslega mjög upptekinn af þessum umræðum og talaði í dágóða stund um 2 geitabændur sem sögðu honum það að þeir hefðu miklar áhyggjur af gangi mála varðandi geiturnar. Þetta var bara eitthvað svo Bjarna"legt".

En m.v. það að Bjarni hafi sagt af sér þingmennsku vegna mistaka við póstsendingu mega hinir 62 laglega vara sig, ef að viðmiðunin er t.d. þessi. Þeir eru nokkrir þarna sem mættu taka poka sinn og snúa sér að öðrum hlutum en að þjóna skrílnum í landinu.

Það fyndnasta við þetta mál allt saman, er að sjá aðila sem aðhyllast frjálslynda flokknum tala um að allt sé í hassi í framsókn. 


Tímarnir breytast maður

Man eftir fyrstu samskiptum mínum við konuna. Ég hef nú áður komið inn á þetta og finnst jafnvel skemmtilegra að koma inn á það núna. En ætli það séu ekki rétt um 2 og 1/2 ár síðan hinn frægi amor dúndraði örvum sínum niður í mitt litla hjarta, því allt í einu var ég staddur þarna, í blokkinni, fullur og umvafinn fólki að erlendum uppruna, ásamt Einari Gesti.

Á þessum tíma slefaði maður yfir þessum útrásarvíkingum, nenni ekki að nafngreina einhverja51c61b11943a53b65465050ef71ff0fa_300x225 sérstaklega en fólk veit alveg við hverja ég á við. Það leið 1/2 ár þar til ég var kominn út, um áramótin 2006/7. Þar valsaði maður um, vopnaður gullvisakortinu sínu og til í slaginn, áfengið kostaði ekki neitt á íslenskan peningamælikvarða og ættingjar og vinir konunnar komu heim til þess að berja þennan þybbna náunga augum og þarna var hann, sitjandi með í vörinni að drekka kók. Á þessum tíma nákvæmlega hefur mér örugglega liðið ekkert ósvipað og þessir útrásarvíkingar okkar undanfarin ár.

Svo fór maður í heimsókn til aldraðra frænkna Aniu, því sökum heilsuleysis sáu þær sér ekki fært að mæta heim og horfa á mig. Upptökur frá gömlum ræðum Jóhannesar Páls Páfa voru jafnvel settar á pásu og þar sat maður, á meðan gömlu konurnar muldruðu sín á milli, á gríðarlega hraðri pólsku. Svo leit maður í áttina til þeirra á leifturhraða og þær svona stoppuðu, en brostu svona aðdáunaraugum til mín. Þarna var ég líka með í vörinni. En ég brosti til baka til þeirra, enda góðlegar, feitlagnar gamlar konur sem buðu upp á kaffi og með því.

Svo komum við heim og vinir Aniu, af sama erlenda upprunanum komu hingað við í heimsókn, og m.a. til að fá útskýringar hjá mér hvers vegna þessir bankar t.d. væru svona ofboðslega rosalega ótrúlega frábærir. Það hefur komið fyrir (kannski 3-4x) að í sófanum hérna heima hafa pólverjar setið á meðan ég hef reynt að útskýra þessi mál fyrir þeim, þ.e. hversu ótrúlega klárir sumir menn eru. Þarna var ég að tala um okkar bestu menn, útrásarvíkingana. Bankakerfið okkar væri svo stöðugt að ekkert gæti haggað jafn tryggu bankakerfi. Á meðan á þessum útskýringum stóð horfðu þeir svipuðum augum á mig og gömlu konurnar í póllandi, svona allt að því "öfundaraugum" yfir því að ég skuli vera íslendingur og það hversu frábært það hlyti bara að vera.

Úppsí...9.nóvember 2008

Núna eru breyttir tímar. Það berast mjög reglulega símtöl að utan og spurningar eru svohljóðandi "Er það rétt að ekki er hægt að taka peninga út úr bönkum þarna" "Eru matvöruverslanir að verða tómar" "Ætliði ekki bara að fara drífa ykkur heim (til póllands)".

Svo núna, þegar sömu gesti bar að garði hér fyrir 1 - 1 og hálfu ári síðan eins og ég nefndi áður, koma þá svona læðist maður með veggjum inn á sínu eigin heimili. Ég hef fundið einn mjög áþreifanlegan mun á stöðunni núna gagnvart pólverjum m.v. áður. Það eru ferðirnar inn á akureyri.

Á þeim tíma, líkt og nú á dögum hef ég gert mér ferðir fyrir pólverja inn á akureyri. Ef þeir t.d. hafahonda-crv-orange-02 þurft að nýta sér læknisþjónustu eða eru að fara í flug suður, eða til Köben hef ég svarað kallinu í 99% tilvika og skotið þeim inneftir. Hérna áður fyrr voru þeir ekkert mikið að spá í að borga fyrir farið, með t.d. bensínstyrk. Það kom þó fyrir að þeir laumuðu til mín 2-3.000.- kalli fyrir ómakið, sem var bara fínt og sanngjarnt. Núna hinsvegar er það þannig að þeir eiga erfiðara með það en áður að spyrjast fyrir um hvort ég sé klár. Ég er nú alltaf klár, en núna eru þeir búnir að dobbla upphæðina, komnir kannski upp í 5-6.000.- kall og meira að segja í einni ferðinni voru mér réttir tveir 5.000 þúsund króna seðlar og ég leit í augu viðkomandi og fékk til baka svona samúðaraugnaráð. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband